is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11146

Titill: 
 • Vel skal vanda sem lengi skal standa. Viðhorf stjórnenda til fræðslu - efling atvinnulífs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sýnt hefur verið fram á að þjálfun og fræðsla starfsfólks bætir þekkingu, færni og viðhorf þess, sem aftur leiðir til bættrar frammistöðu, bæði starfsfólkins og skipulagsheildarinnar sjálfrar. Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni sinna mjög mikilvægu og ábyrgðarmiklu starfi hvað varðar fræðslu og þjálfun starfsfólks fyrirtækja. Þeirra hlutverk er að greina þarfir innan veggja fyrirtækjanna og leggja til, í kjölfarið, þá fræðslu sem þörf er á. Áhugi á fræðslu og símenntun hefur aukist töluvert á undanförnum árum. Þess vegna eru störf símenntunarmiðstöðva í stöðugri þróun og skoðun til þess að mæta, á sem árangursríkastan hátt, kröfum fyrirtækja.
  Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Annars vegar að komast að því hvaða álit forstöðumenn fyrirtækja á landsbyggðinni hafa á þeirri fræðslu sem símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni bjóða upp á. Hins vegar að komast að því hvort símenntunarmiðstöðvarnar á landsbyggðinni hafa náð að uppfylla markmið sín um eflingu atvinnulífs.
  Gerð var megindleg könnun þar sem spurningalisti var lagður fyrir 128 forstöðumenn fyrirtækja á landsbyggðinni. Alls svöruðu 75 forstöðumenn könnuninni og var svarhlutfallið 59%. Langflest fyrirtækin voru innan þjónustugeirans og var starfsmannafjöldi þeirra mjög mismunandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fræðsla starfsfólks fer fram bæði á og utan vinnutíma. Forstöðumenn fyrirtækjanna höfðu almennt jákvætt viðhorf til gagnsemi fræðslunnar og fannst gæði hennar vera, að jafnaði, mikil.
  Til að átta sig á viðhorfum forstöðumanna símenntunarmiðstöðvanna var þeim einnig send könnun. Af þeim níu símenntunarmiðstöðvum sem á landsbyggðinni eru svöruðu sjö forstöðumenn. Þeir sem svöruðu höfðu allir mjög jákvætt viðhorf til gagnsemi fræðslu og töldu almennt gæði fræðslunnar, á sínum vegum, vera mikil. Segja má að forstöðumenn fimm símenntunarmiðstöðva telji að þær hafi náð að uppfylla markmið sín hvað varðar eflingu atvinnulífs.

 • Útdráttur er á ensku

  It has been shown that training and education of employees improves knowledge, skills and attitudes, resulting in improved performance, both for the employees and for the organization itself. Lifelong learning centers, in the region of Iceland, perform a very important and responsible job for education and training. Their role is to identify trainingneeds within the organization and provide the training needed. Interest in education and lifelong learning has increased considerably in recent years. Therefore, lifelong learning centers are in continuous development to be able to meet the demands of companies.
  The aim of this stydy was divided in two. Firstly to find out what opinion company-managers had about the education that lifelong learning centers stood for and secondly to find out if managers of the lifelong learning centers had fulfilled their aims about strengthening the job market.
  The writer conducted a quantitative survey questionnaire which was sent to 128 companies. Since 75 of them responded the surveys rate was 59%. Most of the companies were in the service sector and the number of employees was very diverse. The results showed that education of employees is usually seen both in and outside working hours. Company-managers had generally positive attitudes towards education and found its quality, on average, high.
  A survey was also sent to the managers of the lifelong learning centres to understand their attitudes toward learning and training . Of the nine managers that received the survey, seven of them answered. The seven respondents had all a very positive attitudes to the utility of education and said the overall quality of the education was good. You could say that five managers out of seven that answered, thought they had fulfilled their aims about strengthening the job market.

Samþykkt: 
 • 27.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrin Hel ritgerð.pdf2.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna