is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11151

Titill: 
  • Birting og þróun alþjóðlegra viðmiða: Þátttaka kvenna í pólitískri ákvarðanatöku og kynjasamþætting
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á dreifingu alþjóðlegra viðmiða. Áhrif slíkra viðmiða á pólitíska hegðun og stjórnarstefnur hafa verið megin þemu rannsóknarspurninga innan alþjóðasamskipta. Notast verður við eigindlegar aðferðir, byggðar á orðræðugreiningu og critical frame analysis (CFA) til að svara þremur tengdum rannsóknarspurningum. Hvernig alþjóðleg viðmið um „þátttöku kvenna í pólitískri ákvarðanatöku“ (kynjajafnvægi) og „kynjasamþættingu“ hafa þróast, hverjir helstu frumkvöðlar í dreifingu þeirra eru og hvers vegna þau birtast á þann hátt sem þau gera, þ.e. hvaða þættir hafa þar helst áhrif. Kenningar tengdar femínisma og mótunarhyggju mynda hinn kenningafræðilega grunn sem greining og umfjöllun byggist á. Með því að horfa á viðmið út frá nálgun mótunarhyggju, með áherslu á orðræðugreiningu, kemur í ljós að viðmið eru í sífelldri þróun eftir birtingu þeirra þar sem bæði innri og ytri áhrifaþættir hafa áhrif á þróun þess. Til að útskýra hvers vegna alþjóðleg viðmið birtast og hvers vegna þau dreifast jafn hratt og raunin er, án þess þó að ná alltaf sínum upphaflegum markmiðum, er athyglinni því beint að heildarferli viðmiðanna. Tvær athuganir á birtingu og þróun viðmiðanna eru framkvæmdar í rannsókninni. Annars vegar er athugun gerð á birtingu og þróun þeirra innan stofnana Sameinuðu þjóðanna, en þangað má rekja upphaf viðmiðanna. Í ljós kemur að viðmiðin tvö eiga rætur í tveimur ólíkum stjórnarstefnum. Þau urðu svo samleitin í kringum Pekingráðstefnuna (1995) en hafa síðan þá þróast frekar og aðskilið sig frá hvort öðru. Aðskilnaður viðmiðanna kemur skýrt fram í Austur-Tímor þar sem athugun er gerð á birtingu og þróun viðmiðanna, en Sameinuðu þjóðirnar áttu mikinn þátt í birtingu og þróun viðmiðanna tveggja þar. Athugunin sýnir fram á að ólíkir þættir geta haft áhrif á þróun alþjóðlegra viðmiða og að við greiningu þarf að hafa hina tvo áhrifahætti í huga.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation examines the diffusion of international norms, but the diffusion of international norms and their effects on political behavior and policy are among the main research questions in international relations. Qualitative research methods, based on discourse analysis and critical frame analysis (CFA) are utilised to answer three linked research questions. How the global equality norms of „gender balance in political decision making“ and „gender mainstreaming have evolved over time, who the main norm entreprenerus are, and why norms appear the way they do, who are the main factors. Constructivism and feminism form the theoretical framework on which the discourse analysis is based. By using a constructivist perspective and discursive approach it becomes noticeable that norms continue to evolve after they emerge. According to this perspective norms are processes where both internal and external sources of dynamism affect how they evolve. In order to explain why international norms emerge and why they diffuse as much as they do, without always reaching their goals, the emphasis is on the whole process (life cycle) of the norm. Two empirical analyses on the emerging and evolving of the norms are carried out in the research. First an observation is made on the emerging of the norms and development process within the United Nations where they originate. It appears that these norms originally emerged from two distinct policy realms. Around the Beijing conference (1995) they converged, but since then they have developed separately from one another. The separation between these two norms appears in East-Timor, where an observation is made on the emerging of the norms, diffusion and development processes, but the United Nations played a big role in the diffusion of the norms.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elín Jónsdóttir - prenteintak.pdf875.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna