en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11152

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvalveiðar og raunsæi. Ísland, Alþjóðahvalveiðiráðið og kenningar í alþjóðasamskiptum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Með stofnun Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 1946 var komið á fót alþjóðlegri stofnun sem hafði yfirumsjón með hvalveiðum í heiminum. Íslendingar gengu í Alþjóðahvalveiðiráðið tveimur árum síðar og næstu var það vettvangur ríkisins í samskiptum við umheiminn í málefnum hvalveiða. Með árunum varð verndarstefna æ fyrirferðameiri innan ráðsins og árið 1982 var samþykkt að koma á algeru hvalveiðibanni. Íslensk stjórnvöld ákváðu í fyrstu að sætta sig við bannið þar sem þau óttuðust að mótmæli gegn því kynnu að skaða útflutningshagsmuni þjóðarinnar. Á árinu 1991 sögðu Íslendingar sig úr ráðinu með þeim rökum að það starfaði í raun ekki lengur í samræmi við stofnsáttmála ráðsins. Héldu íslensk stjórnvöld því fram að ráðið hefði ítrekað gengið gegn ráðum vísindamanna.
    Realisminn hefur lengi verið ráðandi kenning í alþjóðasamskiptum. Meginginntak hans er að ríki séu langmikilvægustu gerendurnir á alþjóðavettvangi þar sem ekkert yfirþjóðlegt vald er til staðar. Ríki heims hafi fyrst og fremst eigin hagsmuni að leiðarljósi. Í þessari ritgerð er spurt hversu vel kenningunni takist að skýra þróun Alþjóðahvalveiðiráðsins og samskipti ríkja innan þess. Niðurstaðan er sú að Alþjóðahvalveiðiráðið sé augljóst dæmi um það hversu vel realisminn nær að skýra samskipti ríkja.

Accepted: 
  • Apr 30, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11152


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Einar Gunnarsson.pdf335.15 kBOpenHeildartextiPDFView/Open