en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11153

Title: 
 • Title is in Icelandic Hin fullkomna kona. Fyrirmyndarkvenlíkaminn á Smartlandi og bleikt.is?
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fjölmiðlar geta haft mikil áhrif á líkamsmynd kvenna. Þeir geta meðal annars ýtt undir líkamsónægju á meðal ungra stúlkna og kvenna og um leið haft áhrif á sjálfsmynd þeirra og líkamsmynd. Átröskunarsjúkdómar geta verið ein birtingarmynd líkamsóánægju á meðal kvenna, en margar konur sem hafa neikvæða líkamsmynd þróa með sér átröskunarsjúkdóma á borð við lystarstol og lotugræðgi. Höfundur þessarar ritgerðar hefur sjálfur glímt við átröskunarsjúkdóm og telur að fjölmiðlar geti haft áhrif á líkamsmynd kvenna. Þess vegna vildi höfundur kanna hvaða mynd væri dregin upp af kvenlíkamanum á íslenskum vefsíðum sem fjalla um heilsu og útlit.
  Viðfangsefni þessarar ritgerðar var því að skoða tvær nýjar, íslenskar vefsíður, það er bleikt.is og Smartland á mbl.is, sem voru settar á laggirnar árin 2010 og 2011. Báðar þessar vefsíður eru ætlaðar konum og eru gríðarlega vinsælar samkvæmt netmælingum. Vefsíðurnar hafa báðar undirdálka sem fjalla um heilsu og útlit. Í þessari ritgerð voru allar þær greinar sem birtust á þessum undirsíðum skoðaðar nánar það er sumarið 2011 (1. júní – 31.ágúst).
  Rannsóknin var gerð í tveimur hlutum og var notast við innihaldsgreiningu (e. content analysis). Í fyrri hlutanum var skoðað hvers konar greinar og fréttamyndir birtust á þessum miðlum og voru þær flokkaðar í viðkomandi flokka sem höfundur ritgerðar útbjó. Í síðari hluta rannsóknarinnar var skoðað nánar hvers konar greinar þetta væru sem miðlanir birtu, það er hvert innihald og boðskapur þeirra væri.
  Niðurstöðurnar úr innihaldsgreiningunni voru þær að miðlanir fjalla mest um ungar og grannar konur. Mikið fór fyrir umfjöllunum um útlit kvenna til dæmis varðandi fegurð sem og megrun. Rannsóknir sem kannað hafa áhrif fjölmiðla á líkamsmynd kvenna benda til þess að fjölmiðlar þurfi að fara varlega í umfjöllunum um heilsu og útlit kvenna, því margar ungar stúlkur sem og konur verða fyrir miklum áhrifum frá þeim grönnu staðalímyndum sem fjölmiðlar og nútímasamfélagið setja svo oft á stall.

Description: 
 • Description is in Icelandic Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Accepted: 
 • Apr 30, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11153


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokahelgamjoll.pdf1.04 MBOpenHeildartextiPDFView/Open