is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11154

Titill: 
 • Framkvæmd stefnu Símans eftir skipulagsbreytingar árið 2007
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í mars 2007 var gerð sú skipulagsbreyting á Símanum að fyrirtækinu var skipt upp í móðurfélagið Skipti og rekstrarfélögin Símann og Mílu.
  Með rannsókninni er reynt að svara því hvort þessi skipulagsbreyting hafi haft áhrif á innleiðingu og framkvæmd stefnu Símans. Formleg stefna Símans birtist í svokölluðum Áttavita. Leitast er við að varpa ljósi á það hvaða þættir sem leiða af skipulagsbreytingunni hafi haft áhrif á framkvæmd stefnunnar og til hvaða sérstöku ráðstafana var gripið til að styðja við framkvæmdina. Við rannsóknina og túlkun niðurstaðna var litið til fræðilegra kenninga um stefnu, stefnumótun og ekki síst framkvæmd stefnu. Þá var horft til kenninga um hlutverk leiðtoga og þátt fyrirtækjamenningar við framkvæmd stefnu.
  Rannsókninni er um leið ætlað að dýpka skilning á innleiðingu og framkvæmd stefnu hjá fyrirtækjum sem starfa við skilyrði örrar tækniþróunar og harðrar samkeppni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda í meginatriðum til þess að uppskipting fyrirtækisins hafi haft mikla þýðingu fyrir framkvæmd stefnunnar. Það að Símanum var skipaður sérstakur forstjóri í kjölfar skipulagsbeytingarinnar er talið hafa haft mjög jákvæð áhrif á innleiðingu og framkvæmd stefnunnar. Færð eru rök fyrir því að forstjóri Símans hafi sem leiðtogi náð að skapa sameiginlega sýn á framtíðina og byggja upp fyrirtækjamenningu sem studdi við framkvæmd stefnunnar.

Samþykkt: 
 • 30.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11154


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börkur_Grímsson-nytt.pdf483.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna