is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11160

Titill: 
 • Þekkingarmiðlun hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga. Áskoranir og ávinningur
 • Titill er á ensku Knowledge sharing within Icelandic municipalities’ administration
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Dýrmætasta auðlind hverrar skipulagsheildar er oftar en ekki mannauðurinn sem þar starfar og þekkingin sem í honum býr. Í þessu verkefni er sjónum beint að miðlun þekkingar hjá starfsmönnum sem vinna við stjórnsýslu hjá sveitarfélögum á Íslandi en það viðfangsefni hefur lítið sem ekkert verið rannsakað.
  Markmið rannsóknarinnar er að öðlast yfirsýn á aðferðum þekkingarstjórnunar sem íslensk sveitarfélög nota og hvort íbúafjöldi sveitarfélags, starfsstétt þátttakenda og kyn hafi áhrif á viðhorf og svör. Jafnframt að greina hvort menning fyrir þekkingarmiðlun sé til staðar og þá í hvaða mæli, hvaða þættir hvetja til eða hefta þekkingarmiðlun hjá mannauði stjórnsýslunnar.
  Rafræn könnun var lögð fyrir starfsmenn stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga að Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ undanskildum. Alls svöruðu 385 einstaklingar sem þýðir 63,3% svarhlutfall. Einnig voru tekin fimm formleg viðtöl við lykilstarfsmenn hjá sveitarfélögum og nokkur undirbúningsviðtöl.
  Helstu niðurstöður eru þær að hjá stjórnsýslu íslenskra sveitarfélaga er ekki skýr stefnumótun sem styður við þekkingarmiðlun þó svo að margar aðferðir þekkingar-stjórnunar séu til staðar í einhverju mæli. Vinnustaðamenning styður á vissan hátt við þekkingarmiðlun en stefnumiðaðan ásetning vantar. Stærð sveitarfélags, starfsstétt þátttakanda og kyn hefur áhrif á suma þætti þekkingarmiðlunar en þó ekki alla. Starfsstétt er sá þáttur sem hefur mest áhrif þar sem viðhorf stjórnenda og sérfræðinga eru oftast svipuð en meiri munur er á viðhorfum starfsmanna í öðrum störfum. Jákvæð fylgni er á milli hvatningar stjórnenda að miðla þekkingu og þeirrar þekkingarmiðlunar sem á sér stað sem og á milli vinnustaðamenningar og þekkingarmiðlunar. Fáir þátttakendur kannast við að halda þekkingu hjá sér en mun fleiri þekkja slíkt hjá samstarfsfélögum.
  Þátttakendur rannsóknarinnar telja, eins og erlendar rannsóknir hafa sýnt, að sveitarfélögin geti veitt betri þjónustu væri þekkingarmiðlun skilvirkari. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að margt er jákvætt hjá sveitarfélögunum en þau geta gert betur og telur rannsakandi að stefnumótun og fræðsla væru skref í rétta átt.

 • Útdráttur er á ensku

  The most valuable resource of any organization is more often its human resources and the knowledge they possess. This dissertation focuses on the sharing of knowledge within the personnel of Icelandic municipalities’ administration, which has not been studied to any degree in Iceland.
  The objective of this research is to obtain an overview of the methods of knowledge management used by Icelandic municipalities and if the size of the municipality, the occupation and sex of the participants, influence their answers and attitudes. Furthermore, to analyse if culture of knowledge sharing exists and if so, to what extent. Also which factors motivate or constrain knowledge sharing among human resourses within the public administration. An online survey was sent to the personnel of all the Icelandic municipalities’ administration except Reykjavík, Hafnarfjörður and Mosfellsbær. In total 385 individuals responded to the survey, which equals an answering rate of 63.3%. Also, five key employees within the municipalities were interviewed formally in addition to a few preparation interviews.
  The main conclusion indicates that there is no explicit strategy within the administration of Icelandic municipalities that supports knowledge sharing even though many methods of knowledge management are used to a certain degree. Organizational culture supports knowledge sharing in certain ways but without strategic intention. The size of the municipality, the occupation and sex of the survey participants influences certain factors regarding knowledge sharing, but occupation is the factor that has the strongest influence, the survey showed that the administrators and specialists point of view are often similar, whereas point of view of other employees differ to a greater extent. Positive correlation is between incentives of administrators to disseminate knowledge and knowledge sharing and between organizational culture and knowledge sharing. Only a few participants admit to withholding knowledge but a larger percentage has experienced such from co-workers.
  The participants of the research believe, like participants of similar foreign researches, that the municipalities could reach a higher standard of service if knowledge sharing was more efficient. The findings of this research offer insights into many positive things within the municipalities, although they could improve their work, and the researcher believes that strategic intention and training would be a step in the right direction.

Samþykkt: 
 • 30.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11160


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverk_i_prent2.pdf812.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna