is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11169

Titill: 
  • Hvaða þættir eru mikilvægir í merkjum fyrirtækja á Glerártorgi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verður leitast við að svara því hvaða þættir séu mikilvægir við gerð merkja fyrir fyrirtæki á Glerártorgi. Fjallað verður um mikilvægi þess að vera með vel hannað merki (e. logo) fyrir fyrirtæki. Kannað verður hvaða þýðingu þættir eins og litir í merkjum og leturgerð hafa fyrir neytandann. Fjallað verður um hlutverk merkja í vörumerkjum. Jafnframt verður merkið skoðað í samhengi þeirra umhverfisþátta sem áhrif hafa á hegðun neytenda.
    Rannsakandi gerði viðhorfskönnun og spurði gesti og gangandi á Glerártorgi út í merki fyrirtækja í verslunarmiðstöðinni. Meðal annars var spurt út í mikilvægi þess að vera með vel hannað merki og hvað litir táknuðu í þeirra huga.
    Rannsakandi spurði einnig forsvarsmenn nokkurra fyrirtækja út í merki þeirra og hvað að þeirra áliti skipti mestu máli þegar kemur að hönnun merkja fyrir fyrirtæki þeirra. Einnig var tekið viðtal við hönnuði á auglýsingarstofu og þeirra álit fengið á því hvaða atriði skiptu mestu máli við hönnun merkja fyrir fyrirtæki.
    Niðurstaða verkefnisins er sú að gestir Glerártorgs taka vel eftir merkjum fyrirtækja og telja þau vera mikilvæg, þau séu andlit verslananna út á við. Jafnframt kom í ljós að þættir eins og litir og leturgerðir merkja skipta máli þegar kemur að því hvaða starfsemi viðskiptavinir tengja við viðkomandi verslun. Sem dæmi má nefna var blár litur tengdur við traust og rauður litur við kynþokka.
    Lykilorð: Neytendahegðun, umhverfi neytenda, tákn, merki, vörumerki

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniFinalHaukur.pdf1.04 MBLokaðurHeildartextiPDF