is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1117

Titill: 
  • Bláa lónið : innra markaðsstarf og áhrif þess á ímynd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið fyrir Bláa Lónið og inniheldur greiningu á innra markaðstarfi hjá fyrirtækinu. Gerð var rannsókn á innri starfsemi fyrirtækisins, þar sem skilgreint er hvernig staðið er að þjónustu við viðskiptavininn, hvernig tekist hefur að gera starfsmenn meðvitaða um markmið og stefnu fyrirtækisins, hvernig starfsmannamálum er háttað, hvernig fyrirtækið skilgreinir starfsemi sína og hvernig samvinna er milli rekstrareininga og hvernig innri samskiptum er háttað. Markmið verkefnisins er að kanna hvort þessir þættir hafi áhrif á ímynd.
    Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram:
     Hvernig er innra markaðstarfi háttað hjá Bláa Lóninu, hvernig er samskiptaferlið innan fyrirtækisins, hvernig er skipulag fyrirtækisins og samskiptum milli rekstrareininga háttað?
     Hvernig er starfsmannamálum háttað, þar að segja þjálfun, hvatning, stuðningur við starfsfólk, hve mikið vita starfsmenn um hvaða skilaboð verið er að senda til neytanda í gegnum auglýsingar og hver sé þeirra þáttur í að uppfylla þessi loforð?
     Hefur innra markaðstarf áhrif á viðhorf og upplifun starfsmanns á starfi sínu?
     Er hægt að nota innra markaðstarf í að styrkja ímynd Bláa Lónsins.
    Helstu niðurstöður eru?
     Upplýsingaflæði er orðið stirt hjá Bláa Lóninu vegna hve ört fyrirtækið hefur vaxið. Til að ráða bót á því þarf að skipuleggja samskiptabrú innan fyrirtækisins, hægt væri að nota innra net fyrirtækisins en til þess verður að tryggja öllum aðgang að því.
     Gefið er út fréttabréf til starfsmanna, á því þarf að gera breytingar hvað varðar það efni sem í það er sett. Verði það notað til þekkinga aukningar starfsmanna mun það bæta þann brest sem er á þekkingu starfsmanna á markmiðum og stefnu, þörfum viðskiptavinarsins og á þeirri þekkingu sem fyrirtækið vill að starfsmenn hafi á svæðinu og tilurð lónsins.
     Samvinna milli sviða er mikilvægur þáttur í nýtingu auðlinda, til að efla hana þarf að virkja stjórnendur til samvinnu og deila þeim upplýsingum og þekkingu sem þeim áskornast við vinnu sína.
     Almennt vissu starfsmenn hvaða skilaboð verið væri að senda viðskiptavinum í gegnum auglýsingar og gátu áttað sig á hver þeirra þáttur væri í að afhenda vöruna samkvæmt þeim. Tóku þeir samt fram að ekki væri farið fram á það við þá.
     Í ljós kom að starfsmenn vissu nokkur veginn hver markmið og stefna fyrirtækisins væri en fáir gerðu sér grein fyrir hver þeirra þáttur værið í að ná þeim.
     Starfsmenn voru almennt ánægðir með hvernig tekið var á móti þeim þegar þeir hófu störf, þá þjálfun sem þeir fengu og þau námskeið sem fyrirtækið hefur haldið fyrir þá. Bláa Lónið hefur ekki ritað sína starfsmannastefnu en er að vinna að útgáfu starfsmannahandbókar.
     Með því að tengja innra markaðstarf við Gap líkan er hægt að sjá hvernig innra markaðstarf hefur áhrif á að samræma væntingar og upplifun viðskiptavina á þjónustunni. Takist að samræma væntingar og upplifun eignast fyrirtæki ánægðan viðskiptavin sem ber fyrirtækinu gott orð en þannig hefur innra markaðstarf áhrif á ímynd.
     Innra markaðstarf stuðlar að skilvirkum starfsferlum og tryggir að starfsmenn hafi þá þekkingu sem þeir þurfa til að geta skilað starfi sínu vel. Starfsmaður sem veit að hann hefur hæfni og kunnáttu til sinna starfa verður sjálfsöruggur sem leiðir til vellíðan hans í starfi.
    Að lokum má segja að grundvallaratriði sé fyrir Bláa Lónið hf. að skoða sína innri starfsemi og koma í veg fyrir að sprungur myndist þar og gæta þess að það ýti undir þá ímynd sem stjórnendur vilja að fyrirtækið hafi í huga samfélagsins.
    Lykilorð:
    Innra Markaðstarf - Bláa Lónið – Ímynd – Þjónusta - Starfsmannastjórnun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
blaalonid.pdf450.11 kBTakmarkaðurBláa lónið - heildPDF
blaalonid_e.pdf120.26 kBOpinnBláa lónið - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
blaalonid_h.pdf109.79 kBOpinnBláa lónið - heimildaskráPDFSkoða/Opna
blaalonid_u.pdf128.18 kBOpinnBláa lónið - útdrátturPDFSkoða/Opna