is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11174

Titill: 
  • Nýir stjórnmálaflokkar í íslenskum dagblöðum: umfjöllun um Samtök um kvennalista árið 1983 og Íslandshreyfinguna árið 2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vorið 1983 kom fram nýtt stjórnmálaafl. Samtök um Kvennalista. Samtök um Kvennalista fengu þrjár konur kjörnar í Alþingiskosningunum 1986. Árið 2007 bauð Íslandshreyfingin fram í öllum kjördæmum til Alþingiskosninga sama ár en fengu engann mann kjörinn. Bæði voru þessi framboð ný af nálinni, ekki beinn klofningur úr gömlum flokki heldur framboð sem sett voru saman um eitt megin málefni eða málaflokk. Hjá Samtökum um Kvennalista var það staða kvenna í þjóðfélaginu en hjá Íslandshreyfingunni voru það umhverfismál. Bæði þessi stjórnmálaöfl fengu stærstan hluta af sinni kynningu í dagblöðum þó að árið 2007 hafi internetið verið komið sterkt inn og heimasíður stjórnmálaflokka orðnar stór hluti af kynningu þeirra að ógleymdum ófáum útvarps- og sjónvarpsstöðvum. Árið 1983 var bara ein útvarpsstöð og ein sjónvarpsrás og sem ríkisfjölmiðlar þurftu þær að fylgja hlutleysisreglum og þar með urðu dagblöðin helsti vettvangur fyrir skoðanaskipti og boðskap stjórnmálaflokkana. Dagblaðamarkaðurinn á Íslandi hefur mikið breyst frá 1983 og er því forvitnilegt að skoða umfjöllun um þessi tvö stjórnmálaöfl og sjá hvort að einhver munur sé þar á og ef svo er í hverju hann liggur.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11174


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
baritgerð_benedikthreinn_lokaútgáfa3.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna