is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11177

Titill: 
 • Viðhorf Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Apríl 2012
Útdráttur: 
 • Inngangur: Viðhorf Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar hafa lítið verið könnuð. Vitað er að þessi viðhorf eru mikilvæg breyta þegar spáð er fyrir um meðferðarfylgni í ýmsum langvinnum sjúkdómum og eru talin vega meira en klínískir, félagslegir og lýðfræðilegir þættir. Í þessari rannsókn voru viðhorf Íslendinga könnuð.
  Aðferð:Til að kanna viðhorfin var spurningalistinn The Beliefs about Medicines Questionnaire notaður. Einnig var spurt um heilsufar og sjúkdóma þátttakenda ásamt notkun lyfja og náttúruvara og hvar fólk fengi upplýsingar og hversu vel upplýst það væri um þau. Listinn var sendur á 1500 manna úrtak á aldrinum 18-75 ára af öllu landinu. Úrtakið var fengið úr nethópi Félagsvísindastofnunar. Svarhlutfallið var 61,6%.
  Niðurstöður: Flestir Íslendingar voru jákvæðir gagnvart lyfjum og treysta þeim yfirleitt. Sjúklingar með langvinna sjúkdóma voru jákvæðari en aðrir þátttakendur og tóku síður undir fullyrðingar um skaðsemi og ofnotkun lyfja. Menntun hafði mikil áhrif á viðhorfin með þeim hætti að fólk með minni menntun bar minna traust til lyfja. Kyn eða aldur hafði ekki teljandi áhrif á viðhorfin. Íslendingar nota mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum og náttúruvörum daglega eða 44,2% og 61,0% þátttakenda og er notkunin þeirra mest hjá þeim sem eru eldri og veikari.
  Umræður: Niðurstöðurnar gefa góða mynd af viðhorfum Íslendinga til lyfja og lyfjameðferðar. Þær gætu skapað grundvöll umbótastarfs fyrir klíníska vinnu og til hagræðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Slík vinna gæti stuðlað að málefnalegri umræðu um þátt lyfja í meðferð sjúkdóma, vanda tengdum meðferðarfylgni og ábyrgum samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja.

Samþykkt: 
 • 30.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11177


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerðhlíf.pdf1.37 MBLokaður til...01.12.2018HeildartextiPDF