is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1118

Titill: 
 • Stefnumótun og samhæft árangursmat Menntaskólans á Ísafirði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Getur aðferðafræði Samhæfðs árangursmats bætt árangur framhaldsskóla og hjálpað til að fylgjast með hvort settum markmiðum er náð? Skýrsluhöfundar spurðu sig að því „hvernig falla aðferðir Samhæfðs árangursmats að mótun stefnu fyrir Menntaskólann á Ísafirði?“
  Farið var út í stefnumótunarvinnu með teymi sem í voru aðilar frá breiðum hópi hagsmunaaðila. Við uppsetningu var notast við fyrirmynd frá Paul R. Niven og bók hans, Balanced Scorecard Step-by-Step for Government and Nonprofit Agencies.
  Eitt af einkennum Samhæfðs árangursmats er notkun á huglægum mælikvörðum, svo sem viðhorfi nemenda eða starfsmanna. Ráðist var í viðhorfskönnun meðal kennara, nemenda og foreldra til að nota við mælingar á markmiðum. Einnig voru takmörk ákveðin fyrir mælingar, sem vonandi verða framkvæmdar í framtíðinni og notaðar sem vegsteinar á vegferð til framtíðarsýnar.
  Eðli málsins samkvæmt mun endanlegur árangur af þessari vinnu ekki liggja fyrir fyrr en næsta vetur þegar niðurstaða allra mælinga liggur fyrir og ljóst hvort takmörkum hefur verið náð.
  Aðkoma breiðs hóps fólks að stefnumótunarvinnunni og sú faglega skoðun sem fylgir svona vinnu mun skila sér í árangri. Það verður hinsvegar í höndum stjórnenda skólans hversu mikill árangurinn verður. Til að ná þeim árangri sem samhæft árangurmat getur gefið, þarf skuldbindingu þeirra og áframhaldandi aðkomu starfsmanna að vinnunni. Vinnu sem aldrei lýkur og þarf sífellt að vera í endurskoðun.
  Lykilorð: Stefnumótun, hlutverk, framtíðarsýn, Samhæft árangursmat.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mi.pdf2.64 MBTakmarkaðurStefnumótun og samhæft árangursmat Menntaskólans á Ísafirði - heildPDF
mi_e.pdf174.31 kBOpinnStefnumótun og samhæft árangursmat Menntaskólans á Ísafirði - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
mi_h.pdf196.07 kBOpinnStefnumótun og samhæft árangursmat Menntaskólans á Ísafirði - heimildaskráPDFSkoða/Opna
mi_u.pdf144.12 kBOpinnStefnumótun og samhæft árangursmat Menntaskólans á Ísafirði - útdrátturPDFSkoða/Opna