en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11183

Title: 
 • is Skuldabréfaútgáfa íslenskra fyrirtækja. Hvernig var að henni staðið - getum við lært af reynslunni?
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • is

  Fram til ársins 1985 hafði fjármálaumhverfið á Íslandi tekið litlum breytingum. Seðlabankinn ákvarðaði vexti og vöruframboð bankanna var takmarkað. Árin sem komu þar á eftir einkenndust af miklum breytingum á íslenskum fjármálamarkaði. Verðbréfaþing Íslands var stofnað og skipuleg viðskipti með skuldbréf hófust. Bankarnir voru einkavæddir og í kjölfarið á þeirri einkavæðingu varð aðgangur að fjármagni smám saman auðveldari en áður hafði þekkst. Fyrirtæki fóru að gefa út skuldabréf og markaðurinn tók þeim útgáfum vel. Fagfjárfestar voru með mikið af peningum á milli handanna sem þeir þurftu að ávaxta vel og hin stutta saga af skuldabréfum fyrirtækja gaf til kynna að þau væru áhættulítil fjárfesting. Allt þetta leiddi til þess að útgáfur skuldabréfa íslenskra fyrirtækja seldust eins og heitar lummur og engum datt í hug að gera kröfur um að setja fjárhagsleg skilyrði í skuldabréfin. Á árunum 2005 - 2007 voru mörg fyrirtæki í sóknarhug og stækkuðu hratt, en kapp er best með forsjá. Fyrirtækin voru mörg hver afar skuldsett og illa undirbúin undir þá erfiðu tíma sem fylgdu í kjölfar þess að fjármálabólan sprakk. Tap lífeyrissjóðanna á skuldabréfum fyrirtækja varð í kringum 90 milljarðar króna. Sú reynsla þarf að nýtast sem lærdómur og þann lærdóm þarf að nota til að skapa öruggara umhverfi um skuldabréfaútgáfur fyrirtækja. Fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna ætti að endurspegla þennan lærdóm.
  Í ritgerð þessari er rýnt í þrjú skuldabréfaútboð sem valin voru af handahófi. Rakin er stuttlega saga fyrirtækjanna fram að útboði, útboðið sjálft skoðað og afdrif þess. Að lokum er tekið saman hvaða lærdóm má draga af útgáfunni. Fyrirtækin sem valin eru verða ekki nafngreind en þau eru kölluð F1, F2 og F3.
  Á markaði eru bæði kaupendur og seljendur. Talað er um seljendamarkað þegar eftirspurn er meiri en framboð. Þegar tvö af þessum þremur fyrirtækjum gáfu út sín skuldabréf var svokallaður seljendamarkaður til staðar. Engin skilyrði voru í skuldabréfunum og heimtur lélegar. Þriðja útboðið var eftir hrun fjármálamarkaða og var samsuða lærdóms í því útboði og þar með komin skilyrði í skuldabréfið. Skuldabréfið er uppgreitt í dag.

Accepted: 
 • Apr 30, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11183


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ása Magnúsdóttir.pdf1.08 MBOpenHeildartextiPDFView/Open