is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11193

Titill: 
  • Áhrif verðupplýsinga á neytendur: Möguleg áhrif ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins að banna forverðmerkingar á kjötvörum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Um mitt ár 2011 voru innleiddar breytingar á verðmerkingum á kjötvörum í dagvöruverslunum á Íslandi. Breytingarnar fólu í sér afnám verðmerkinga á kjötvörum frá birgjum og upptöku verðskanna í vissum tilvikum. Þessar breytingar komu í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins að banna forverðmerkingar á kjötvörum en sú ákvörðun var tekin með það að markmiði að stöðva samráð kjötvinnslufyrirtækja og dagvöruverslana. Samráðið sem átti sér stað hafði verið við lýði á íslenskum kjötmarkaði í áratugi en Samkeppniseftirlitið taldi að samráðið hefði stuðlað að lítilli verðsamkeppni milli verslana.
    Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að greina hvaða áhrif þessar breytingar á kjötmarkaði hafa á hag og hegðun neytenda. Greiningin byggir á hagfræðikenningum og -hugtökum sem nauðsynlegt er að kynna áður en áhrif breytinganna eru skoðuð. Hugtökin upplýsingar og verð verða skilgreind ásamt því að fjallað verður fræðilega um ástæður og áhrif takmarkaðra upplýsinga. Líkan um túristagildru verður greint til þess að öðlast dýpri skilning á áhrifum takmarkaðra upplýsinga á fyrirtæki og neytendur á markaði. Fjallað verður um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að banna forverðmerkingar á kjötvörum, formála ákvörðunarinnar og eftirmála hennar. Til þess að átta sig á mögulegum áhrifum ákvörðunarinnar á verðlag á kjötvörum verða tekin til skoðunar gögn Alþýðusambands Íslands, Hagstofu og Samkeppniseftirlitsins. Að lokum eru greind hugsanleg neikvæð, jákvæð og hlutlaus áhrif ákvörðunarinnar á hag neytenda.
    Óljóst er hvaða áhrif ákvörðunin hefur á verðlag á kjötvörum vegna ónægra gagna. Aðstæður á íslenskum kjötmarkaði eru þó þess eðlis að þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið fullyrði að ákvörðunin hafi aukið verðsamkeppni milli verslana og að verð hafi lækkað, sem ætti að skila sér í auknum hag neytenda, er ekki hægt að útiloka að ákvörðunin hafi haft neikvæð áhrif á hag neytenda.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif verðupplýsinga á neytendur. BA Ritgerð í hagfræði eftir Þráinn Halldórsson.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna