is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11194

Titill: 
 • Nanóagnir og flutningur lyfja í gegnum slímhúð
 • Titill er á ensku Nanoparticles and drug delivery through mucus membranes.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Notkun nanótækni innan heilbrigðisgeirans fer ört vaxandi og hefur leitt til nýrra möguleika við hönnun og þróun lyfja. Með tilkomu nanóagna sem flutningskerfis lyfja er meðal annars hægt að bæta vatnsleysni torleystra fitusækinna lyfja, minnka in vivo niðurbrot og auka helmingunartíma lyfs.
  Hjálparefnið sýklódextrín er hringlaga fásykrungur sem notað er til þess að bæta aðgengi og leysni lyfja. Sýklódextrín eru með vatnssækið ytra yfirborð og fitusækið holrúm í miðju sameindar. Í vatnslausn geta sýklódextrín innlimað sameindir í holrýmið og myndað fléttur við fitusækin, torleysanleg lyf og aukið þar með leysni þeirra. Lyfja/sýklódextrín fléttur geta hópað sig saman í vatnslausn og myndað nanóagnir. Fram hafa komið vísbendingar um að slík agnamyndun geti aukið flæði lyfja í gegnum slímhúð manna.
  Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif mismunandi sýklódextrína á leysni lyfjanna hýdrókortisón og tríklósan í vatni, skoða hvernig fléttumyndun eigi sér stað og hvort flétturnar hópmyndi nanóagnir í vatnslausn. Agnirnar voru síðan rannsakaðar sem og hæfni þeirra til þess að flytja lyfin í gegnum slímhúð.
  Niðurstöður sýndu að hýdrókortisón og tríklósan mynduðu fléttur við sýklódextrín í vatnslausn og við fléttumyndunina jókst vatnsleysni lyfjanna. Flétturnar hópmynduðu nanóagnir í vatnslausn og við lágan sýklódextrín styrk voru agnirnar smáar en stækkuðu með auknum styrk. Flæði lyfjanna jókst með vaxandi styrk sýklódextríns yfir kyrrstæða vatnslag slímhimnunnar, en hafði lítil áhrif á flæðið yfir fitusækna hlutann. Óvíst er hvort að agnamyndunin sjálf hafi áhrif á flæði lyfja yfir slímhúð manna, líklegast veldur aukningin á leysni lyfjanna í vatni aukningu á flæði þeirra yfir kyrrstæða vatnslagið.

 • Útdráttur er á ensku

  The use of nanotechnology in health science is a growing field and has led to new possibilities in the design and development of medicines. Nanotechnology can be applied to improve aqueous solubility of poorly water-soluble drugs, to reduce in vivo drug degradation and to increase biological half-life of drugs.
  Cyclodextrins are cyclic oligosaccharides with a hydrophilic outer surface and somewhat lipophilic central cavity. They are useful solubilizing excipients and have received increased attention in the pharmaceutical field. This is mainly due to their ability to increase aqueous solubility and stability of poorly water-soluble drugs through formation of inclusion complexes. In addition to inclusion complexes, lipophilic drug molecules, cyclodextrin and cyclodextrin complexes are known to form aggregates in aqueous solutions. There is a growing body of evidence suggesting that these aggregate formations can enhance drug delivery through mucus membranes.
  The aim of this study was to investigate complex formation of different cyclodextrins with hydrocortisone and triclosan. To investigate the solubilizing effect of these complexes and to see if these complexes self-assemble to form aggregates in aqueous solutions. The ability of these aggregates to enhance drug delivery through mucus membranes was also investigated.
  The results show that both hydrocortisone and triclosan formed inclusion complexes with cyclodextrin, and that these complexes increased aqueous solubility of the drugs. These complexes self-assembled to form aggregates in water. Small aggregates occurred at low cyclodextrin concentrations but larger aggregates were observed at higher cyclodextrin concentrations. The drug flux over mucus membrane increased with increasing cyclodextrin concentration and this was related to increased drug permeation through the unstirred water layer at the membrane surface, but it did not have any effect on the flux over the lipophilic part of the mucus membrane. It is still uncertain if the aggregation formation of these complexes is the main reason for this increased flux over the unstirred water layer. Most studies indicate that the flux increase is due to the increased aqueous solubility of the drugs at the membrane surface.

Samþykkt: 
 • 30.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11194


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð án viðauka.pdf1.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna