is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11195

Titill: 
  • Áhrif náttúruefnisins límónen á flæði mónókapríns um húð
  • Titill er á ensku The effectiveness of the transdermal penetration enhancer limonene on the diffusion of the lipid monocaprin through skin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fituefni hafa verið notuð í lyfjagerð sem burðarefni í snyrtivörur og í matvæli sem næringarefni. Í lyfjagerð hafa fituefni verið notuð sem frásogshvatar við lyfjagjöf um húð, sem burðarefni fyrir lípósóm og í nanó- og míkróagnir. Rannsóknir hafa sýnt að fituefni eins og mónóglýseríð, fitualkahólar og fríar fitusýrur hafa örverudrepandi verkun og því hefur áhugi vaknað á að nota fituefni sem virkt lyfjaefni. Mónókaprín er 1-einglýseríð af kaprínsýru og hefur sýnt mikla virkni gegn sjúkdómsvaldandi örverum. Eiginleikar þess hafa mikið verið rannsakaðir og í flestum samanburðarrannsóknum hefur mónókaprín sýnt mikla virkni gegn örverum í lægri styrk en þau fituefni sem prófuð eru til samanburðar.
    Mónókaprín hefur sýnt mikla virkni gegn Herpes Simplex Virus (HSV-1). Áhugi er fyrir því að nota mónókaprín við HSV-1 sýkingum í húð en rannsóknir benda til þess að frásog þess sé ekki nægilegt og því er æskilegt að finna leið til að auka flæði mónókapríns um húð.
    Markmið verkefnisins var að vinna að þróun hlaups sem inniheldur örverudrepandi fituefnið mónókaprín og kanna leiðir til að auka flæði mónóglýseríðsins um húð svo og að kanna áhrif frásogshvetjandi efna á eiginleika hlaupanna. Niðurstöður sýndu að samverkandi áhrif frásogshvatanna própýlen glýkóls, límónens og etanóls voru að auka flæði mónókapríns um hornlag svínshúðar. Eftir því sem styrkur límónens hækkar verður meira flæði um húð, en hafa verður í huga að hár styrkur af límónen getur valdið ertingu á húð. Viðloðun hlaupa við slímhúð eykst með samverkandi áhrifum própýlen glýkóls og límónens. Hækkaður styrkur límónens ásamt própýlen glýkóli eykur viðloðun hlaupa.

  • Útdráttur er á ensku

    Lipids have been used in pharmaceuticals and food for nutritional value and in cosmetics as excipients. More recent use of lipids in pharmaceuticals has been as penetration enhancers for drug delivery to the skin and as carriers in liposomes and in micro-and nanoparticles. Present interest in the use of lipids in pharmaceuticals is focused on their potential as active ingredients. Lipids such as monoglyserides of fatty acids, fatty alcohols and free fatty acids have for centuries been known to be potent antimicrobial/antimicrobicidal agents. Monocapin is a 1-monoglyceride of capric acid and has been proved to be the most active of lipids that have been tested for antimicrobicidal activity in vitro and to kill Gram-positive and Gram-negative bacteria, enveloped viruses and fungi on contact. Infections with Herpes simplex virus (HSV-1 and HSV-2) are common and recurrant infections are a known problem. Monocaprin has been shown to inactivate HSV-1 in large numbers within 1 min. hence the increased interest of using monocaprin as an active ingredient against HSV-1 infections. Monocaprin dissolved in a pharmaceutical hydrogel formulation has been found to be a potent microbicidal agent but monocaprin does not penetrate well through the skin. Many absorption studies have been carried out to find a suitable permeation enhancer for monocaprin and has limonene stood out as a possible candidate.
    The aim of this project was to develop and investigate a monocaprin hydrogel formulation containing the penetration enhancer limonene in various concentrations and to evaluate the efficacy of the penetration enhancer on the diffusion of monocaprin through skin in order to improve its accessibility.
    The results showed that absorption of monocaprin through the stratum corneum of a porcine ear increased with increased concertration of limonene and propylene glycol. The combination of propylene glycol and limonene also increased the bioadhesion of the hydrogels.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðbjörg Berglind Snorradóttir með viðauka.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna