is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11197

Titill: 
 • Viðskiptamiðað Vörumerkjavirði. Staða vörumerkis Sporthússins
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Sjaldan hefur neytendum boðist jafn margir valkostir og nú af vörum og þjónustu, fyrirtæki berjast um að laða til sín viðskiptavini og halda þeim í viðskiptum við sig. Þetta er ekki auðvelt verk og að ná samkeppnisforskoti í dag krefst mikillar vinnu og skipulagningar.
  Það sem hefur reynst hvað best í þessu samhengi er að mynda sterkt og virkt viðskiptasamband við neytendur. Þannig myndast sterk tengls milli vörumerkis og viðskiptavinar og ekki er lengur um að ræða bara kaup og sölu heldur viðbótarávinning fyrir bæði fyrirtæki og viðskiptavin.
  Það líkan sem er hvað þekktast á þessu svið er líkanið um viðskiptamiðað vörumerkjavirði (e. Customer-Based Brand Equity model) sem fjallar um þetta viðskiptasamband í fjórum skrefum eða sex einingum. Þar færumst við frá því að neytendur hafi vitund um tiltekið vörumerki yfir í að eiga í persónulegu og áköfu sambandi við það.
  Í verkefninu var stuðst við tvær kannanir af megindlegu sniði með það að markmiði að reyna að komast að því hvar vörumerki Sporthússins stæði í þessu sambandi.
  Niðurstöðurnar voru þær að þegar kemur að eiginlegri virkni og frammistöðu er Sporthúsið að ná góðum árangri að mati viðskiptavina þeirra og virðast þeir vera Sporthúsinu nokkuð tryggir. Það sem hins vegar má bæta eru einkenni og skýrleiki Sporthússins, sem er grunneining CBBE líkansins. Ekki virðist vera nóg aðgreining frá öðrum á sama markaði og þurfa neytendur að sjá hvað Sporthúsið hefur að bjóða framyfir samkeppniaðilana ef það á að ná einhverju forskoti.

Samþykkt: 
 • 30.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Arnardottir_riterd.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna