is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11198

Titill: 
  • Hvatning stjórnenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvatningu og þær aðferðir sem stjórnendur geta notað til þess að hvetja starfsmenn í því að leggja sig vel fram við störf sín. Lögð verður áhersla á launatengda og/eða árangurstengda hvata. Í fræðilega hlutanum verða hugtökin mannauðsstjórnun, mannauður og millistjórnendur skilgreind og fjallað verður um tenginguna á milli þessara hugtaka. Hlutverk mannauðsstjóra verður kynnt ásamt því að farið verður yfir mikilvægi þess að hæfni þeirra sem fara með mannaforráð í fyrirtækjum sé til staðar. Samkvæmt fræðunum þá væri æskilegt að mannauðsstjórar geri sér grein fyrir því að einstaklingar geta verið misjafnir eins og þeir eru margir og því ber að skilja að sömu hvataaðferðir virka ekki jafn vel á alla sem vinna undir sama þaki. Ítarlegri umfjöllun verður um hvatningu og helstu hvatakenningar sem fræðimenn hafa sett fram á síðustu öld. Breytingastjórnun verður kynnt og í lokin verður einnig fjallað um muninn á föstum launum og árangurstengdum launum.
    Fjölmiðlafyrirtækið 365 verður kynnt síðar í ritgerðinni. Farið verður yfir sögu fyrirtækisins og breyttar áherslur síðan fyrirtækið var stofnað. Starfsmannastefna fyrirtækisins er afar skýr og hnitmiðuð og stjórnendur 365 leggja mikla áherslu á jafnrétti karla og kvenna á vinnustaðnum. Fyrirtækið leggur upp með það að það eigi að vera auðvelt að samræma einkalíf fólks og vinnu og það hefur komið á fót sérstakri fræðslu- og endurmenntunarstefnu.
    Viðtöl voru tekin við tvo stjórnendur sem starfa báðir hjá 365 en í mismunandi deild, undirmenn þeirra eru annars vegar með föst laun og hins vegar árangurstengd laun. Í þessari könnun verður leitast svara við því hvort að stjórnendurnir hvetja undirmenn sína á ólíkan hátt vegna mismunandi launa þeirra. Niðurstöðurnar úr viðtölunum verða kynntar nánar í lok ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11198


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvatning stjórnenda.pdf750.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna