en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11200

Title: 
 • Title is in Icelandic Við hverju er lyfið? Þekking fólks á tilgangi lyfjameðferðar sinnar
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna þekkingu þátttakenda á tilgangi eigin lyfjameðferðar, en rannsóknir hafa sýnt að þekking eykur meðferðarfylgni. Einnig var kannað hversu algengt væri að þátttakendur vildu hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfs og hvort þeir sem notuðu innöndunarlyf teldu sig hafa fengið kennslu í notkun þess og þá frá hverjum.
  Aðferðir: Tekin voru viðtöl við 300 einstaklinga sem áttu bókaðan tíma á Innskriftarmiðstöð, Göngudeild sykursjúkra og Göngudeild lyflækninga á níu vikna tímabili frá janúar til mars 2012 á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. Þekking þátttakenda var könnuð með stöðluðum spurningalista, metinn eftir ákveðnum kvarða og tjáð í prósentum.
  Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 58 ár (20-90 ára). Þekking á tilgangi eigin lyfjameðferðar var 81,8% +/- 22,9% (SD). Þekking minnkaði með aldri, 0,4% að meðaltali á ári (p<0.005). Fólk sem var í lyfjaskömmtun hafði minni þekkingu á tilgangi eigin lyfjameðferðar en þeir sem ekki voru í skömmtun, 58,9% á móti 83,9%, en þess ber að geta að meðalaldur þeirra sem voru í lyfjaskömmtun var mun hærri ( 71,2 vs 56,4 ár).
  78% þátttakenda voru fylgjandi því að hafa tilgang lyfjameðferðar skráðan á skömmtunarmiða lyfsins. Af þeim 74 þátttakendum sem notuðu innöndunarlyf sögðust 26 ekki hafa fengið neina kennslu í notkun þess.
  Ályktun: Þekking fólks á tilgangi eigin lyfjameðferðar virðist allgóð. Allt má þó bæta og mikill meiri hluti fólks vill að ábending lyfjameðferðar verði ávallt skráð á skömmtunarmiða lyfs. Bæta þarf kennslu í notkun innöndunarlyfja.

Accepted: 
 • Apr 30, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11200


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Við hverju er lyfið.pdf5.62 MBOpenHeildartextiPDFView/Open