Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11205
Til að nota megi samfélagsmiðla á árangursríkan hátt í markaðsstarfsemi fyrirtækja verða þau að hafa skilning á hugmyndafræði markaðsfræðinnar, en hún býður fyrirtækjum upp á aðferðir til markaðssetningar vörumerkja sinna á arðbæran og skilvirkan hátt. Til að varpa ljósi á hvernig íslenskir viðskiptabankar geta notað samfélagsmiðla sem tæki til markaðssetningar verða hugtökum markaðsfræðinnar gerð skil. Fyrst verður hugtakið „markaðsfræði“ skilgreint og svo verður sjónarhornið þrengt og athyglinni beint að undirhugtökum þess. Loks verða svo samfélagsmiðlar sem markaðssamskiptaleið skoðaðir í nærmynd.
Í þessari ritgerð birtast einnig niðurstöður rannsóknar á viðhorfi nemanda Háskóla Íslands til samskipta við bankann sinn í gegnum samfélagsmiðla, og var áhugi þeirra til valdra samskipta- og þjónustuleiða kannaður.