is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11208

Titill: 
 • Ónæmisstýrandi áhrif útdrátta og þátta úr svömpum sem safnað var á Íslandsmiðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Einungis er búið að rannsaka lítið brot af lífríki sjávar í tengslum við efnainnihald og lífvirkni. Þau náttúruefni sem þó hafa verið einangruð úr svömpum hafa sýnt fram á margvísleg notagildi, s.s. bólgueyðandi verkun og áhrif á ræsingu ónæmiskerfisins. Með notkun in vitro angafrumulíkans er hægt að skima fyrir virkni náttúruefna á einfaldan hátt. Náttúruefni sem hafa áhrif á boðefnaseytingu angafrumna gætu verið eftirsóknarverð í tengslum við meðferð sjálfsofnæmissjúkdóma.
  Markmið: Markmið þessa verkefnis var að skima fyrir ónæmisstýrandi virkni útdrátta og þátta sem fengust við úrhlutun á svömpum sem safnað var á Íslandsmiðum
  Aðferðir: Grófir útdrættir voru gerðir á 14 svömpum og gerð Kupchan vökva-vökva úrhlutun á grófu útdráttunum. Skimað var fyrir ónæmisstýrandi áhrifum 47 útdrátta í styrknum 50 μg/ml í in vitro angafrumulíkani. Áhrif útdráttanna voru metin með því að mæla tjáningu yfirborðssameinda og boðefnaseytingu angafrumnanna. Gerð var frekari þáttun á tveimur svömpum sem höfðu sýnt fram á áhugaverðar niðurstöður í skimuninni. Þeir þættir sem fengust eftir þáttunina voru einnig prófaðir á angafrumulíkaninu í styrkjunum 5 og 50 μg/ml.
  Niðurstöður: Við fyrstu skimun reyndust nokkrir útdrættir hafa áhrif á seytun angafrumna á boðefnunum IL-10 og IL-12p40. Við endurreknar mælingar reyndist aðeins einn útdráttur, #10-A, valda tölfræðilega marktækri lækkun á seyti angafrumna á bæði IL-10 og IL-12p40.
  Umræður og ályktanir: Framkvæma þyrfti frekari þáttun á útdrætti #10-A-N og prófa þættina á angafrumulíkani. Sú hamning á seyti boðefnanna IL-10 og IL12p40 sem kom fram hjá angafrumum sem þroskaðar höfðu verið útdrætti #10-A gæti haft áhrif á ræsingu T1 og Th17 frumna og þ.a.l. á meingerð sjálfsofnæmissjúkdóma. Einnig er nauðsynlegt er að halda áfram með þær skimanir sem gerðar hafa verið á sjávarhryggleysingjum, og þ.m.t. svömpum, því sjórinn er ótæmandi auðlind náttúruefna.

Samþykkt: 
 • 2.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11208


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_Benta290412.pdf3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna