is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11209

Titill: 
 • Mikilvægi vörumerkjastjórnunar. Fræðilegt yfirlit
 • Titill er á ensku Importance of brand management
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það eru margir fræðilegir þættir sem fyrirtæki þurfa að hugsa út í þegar kemur að vörumerkjastjórnun. Eins og til dæmis staðfærslan sem vinnur að því að gera rétta ímynd fyrir vörumerkið. CBBE líkan sem á að hjálpa til við að taka rétta ákvarðanir
  varðandi stefnu vörumerkisins, það þarf svo að huga að öllum þeim markaðsaðgerðum sem vinna saman að því að styrkja vörumerkjavirðið.
  Fyrirtæki vilja styrkja sitt vörumerki og geta þeir gert það með því að nota þætti vörumerkjastjórnunar eins og t.d að nota eiginleika sem fara eftir þeim sex viðmiðum sem talað er um, þeir geta haft samhæfðar markaðsaðgerðir eða notað (e.secondary
  brand association), það þarf einnig að hugsa um að viðhalda vörumerkinu Advania er fyrirtæki í upplýsingatækni en vegna sameiningar og breyttar markaðstefnu komu þau með nýtt vörumerki á markaðinn. Það vörumerki fer mestmegnis eftir þeim fræðum sem ég tala um allavega miðað við þær upplýsingar sem ég hef. Hinsvegar er alltaf hægt að bæta og gera betur, eins og að styrkja líkanið sem þeir nota til að hjálpa við að taka ákvarðanir, svo mætti líka styrkja markaðsaðgerðir í leitarvélum. Advania ætluðu sér líka að fara eftir fræðunum og jafnvel að ráða ráðgjafa til að framfylgja þeirri stefnu, það er því mitt mat að þeir séu á réttri leið í því að ná vörumerkjastjórnun sem fer eftir fræðunum og hafa þeir áttað sig á mikilvægi vörumerkjastjórnunar. Það eru mörg fyrirtæki sem hafa nýtt sér þessi fræði og aukið virði vörumerkisins og viðhaldið því, það er því mitt mat að vörumerkjastjórnun eigi að vera partur af þeirri grundarvallarstarfsemi og stefnu sem fyrirtækin hafa. Ættu því öll fyrirtæki að skoða vörumerkjastjórnun og hvernig hún getur bætt starfsemi viðkomandi fyrirtækis, þetta getur verið úrvals tækifæri fyrir fyrirtæki að ná samkeppnisforskoti. Vörumerkjastjórnun er því mjög mikilvægur partur af þeirri markaðsstefnu sem fyrirtæki ættu að hafa

Samþykkt: 
 • 2.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fannar_Gunnarsson_BS.pdf955.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna