is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11212

Titill: 
  • Vinsældir líkamsræktarstöðva meðal nemenda Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna hver væri vinsælasta líkamsræktarstöðin meðal nemenda Háskóla Íslands og af hverju; út frá aðstöðu, staðsetningu, verði, úrvali hóptíma, félagsskap og barnagæslu. Einnig var kannað hversu líklegt eða ólíklegt væri að þátttakendur hætti viðskiptum við sína líkamsræktarstöð á næstu 12 mánuðum. Annað viðfangsefnið var að kanna hvort þátttakendur væru að notfæra sér Líkamsræktina/ Íþróttahúsið við Háskóla Íslands og hversu líklegt eða ólíklegt væri að þátttakendur eigi viðskipti við Líkamstæktina/Íþróttahúsið á næstu 12 mánuðum.
    Þátttakendur könnunarinnar voru nemendur innan Háskóla Íslands þar sem að spurningalisti var sendur á 9520 nemendur. Spurningalistinn var gerður í Google docs og síðan sendur út í gegnum fjöldatölvupóst þar sem að þátttakendur gátu ráðið því hvort þeir myndu taka þátt. Þátttakendur fengu tvær vikur til að svara áður enn farið var að vinna úr niðurstöðum. Við könnuninni fengust 693 svör, því var svarhlutfallið um 14%. Af þátttakendum voru 169 karlar og 524 konur, flestir þátttakenda voru á aldrinum 21-30 ára.
    Helstu niðurstöður sýndu að World Class væri vinsælasta líkamsræktarstöðin meðal þátttakenda og þeir þátttakendur sem væru viðskiptavinir World Class fannst staðsetning og aðstaða skipta mestu máli við val sitt á líkamsræktarstöð. Mætti rekja þessar niðurstöður til þess að World Class er eina líkamsræktarstöðin sem er með stöðvar víðsvegar á höfuðbogarsvæðinu og því má álykta að þátttakendur völdu World Class vegna henntugrar staðsetningar út frá heimili þeirra eða daglegri rútínu. World Class er einnig ein af fáum líkamsræktarstöðvum sem býður upp á potta-, gufu-, sund- og útiaðstöðu. Niðurstöðurnar sýndu að fáir þátttakendur væru í viðskiptum við Líkamsræktina/Íþróttahúsið við Háskóla Íslands. Tengsl greindust á milli þess hvort þátttakendur hafa verið í viðskiptum við stöðina og aldur þátttakenda. Þar kom fram að flestir þeirra viðskiptavina væru á aldrinum 21-30 ára. Einnig kom í ljós að þátttakendur á þeim aldri fannst staðsetning, aðstaða, úrval hóptíma og verð skipta mestu máli við val sitt á líkamsræktarstöð. Niðurstöður sýndu að viðskiptavinir Líkamsrækarinnar /Íþróttahússins við Háskóla Íslands völdu þá líkamsræktarstöð vegna staðsetningar og verðs. Þess vegna má álykta að stöðin þurfi að bæta aðstöðu og úrval hóptíma til að ná til fleiri viðskiptavina.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð_Vinsældir líkamsræktarstöðva.pdf858.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna