Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11213
Í þessari ritgerð verður fjallað um erlenda ferðamenn á Íslandi og notkun þeirra á Tax Free. Byrjað verður á að fara yfir hvað virðisaukaskattur er og í framhaldi verður farið í það hverjir eiga rétt á að versla Tax Free á Íslandi.
Megintilgangur þessara ritgerðar er að skoða endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna á Íslandi. Skoðað verður hvaða þjóð það er sem er að versla mest á Íslandi og þar af leiðandi að skilja mest eftir sig samkvæmt sölutölum á Tax Free varningi.
Til þess að fá meiri innsýn í ferðamannaverslun á Íslandi verður farið stuttlega yfir sögu ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ferðaþjónustan er ung atvinnugrein hér á landi sem hefur náð á stuttum tíma að sanna hversu mikilvæg atvinnugreinin er fyrir þjóðina. Mikil fjölgun hefur verið á ferðamönnum síðustu ár og hafa gjaldeyristekjur af ferðamönnum aukist á undanförnum árum. Stuðst var við sölutölur á Tax Free varningi frá Tax Free Worldwide sem er með 70% markaðshlutdeild.
Niðurstöður leiddu í ljós að endurgreiðsla virðisaukaskatts til erlendra ferðamanna hefur aukist með árunum. Ferðamenn eru þó ekki að versla jafn mikið á mann árið 2011 og árið 2009. Norðmenn versluðu mest hér á landi samkvæmt sölutölum frá Tax Free Worldwide og voru að skilja mest eftir sig á mann miðað við fjölda Norðmanna til landsins gegnum Leifstöð árið 2011.
Hingað til hefur fjöldi ferðmanna verið aðal mælikvarðinn á velgengni ferðaþjónustunnar. Betri mælikvarði er að skoða hversu mikið hver ferðamaður er að versla. Við viljum jú fá ferðamenn sem koma til landsins sem skilja einhver verðmæti eftir sig svo við getum byggt upp enn betra land.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jónína Henný Bjarnadóttir_BS-ritgerð.pdf | 941.85 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |