Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11215
Í þessari heimildarritgerð er ætlunin að reyna að varpa ljósi á það hvort munur sé á heimilisofbeldi á milli menningarheima. Ritgerðin byggir á kenningum félagsfræðinnar sem hægt er að tengja viðfangsefninu, fyrri rannsóknum og eldri ritverkum um heimilisofbeldi. Teknir eru fyrir Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, fylgjendur islam, Suður-Asía og Afríka sunnan Sahara.
Fjallað verður um birtingarmyndir heimilisofbeldis og hvernig þær geta verið misjafnar á milli menningarhópa. Þá verður skoðað hvernig viðhorf samfélagsins og einstaklinga, sérstaklega kvenna er til heimilisofbeldis.
Niðurstaðan er sú að birtingarmyndir heimilisofbeldis eru í megin dráttum þær sömu á milli samfélaga, að undanteknu mjög grófu heimilisofbeldi. Viðhorf samfélagsins er yfirleitt það að karlmenn hafi yfirráð yfir konum og megi sýna það yfirráð með ofbeldi. Konum finnst að þær eigi skilið ofbeldið þar sem þær hafi ekki staðið sig á einu eða fleiri sviðum lífsins, eða að þær óhlýðnast boðum karlmanna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Menning meiðir.pdf | 407.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |