en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11216

Title: 
 • Title is in Icelandic Fyrirtækjamenning Ergo
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fyrirtækjamenning er kjarni allrar starfsemi fyrirtækja og hefur áhrif á árangur og frammistöðu þeirra. Hún er hinn óskrifaði tilfinningalegi hluti fyrirtækis sem heldur því saman þar sem hún byggir á þáttum eins og trú, skynjun, gildum, viðhorfum, sýnilegum táknum og hegðun.
  Markmið rannsóknarinnar er að greina fyrirtækjamenningu Ergo, finna út hverjir styrkleikar fyrirtækjamenningarinnar eru sem og veikleikar.
  Spurningalisti byggður á Denison (DOCS) líkaninu var lagður rafrænt fyrir starfsfólk Ergo í janúar 2012. Alls tóku 38 starfsmenn þátt í rannsókninni af 44. Spurningalistinn skiptist í fjórar menningar yfirvíddir sem mæla þátttöku og aðild, samkvæmni og stöðugleika, aðlögunarhæfni og hlutverk og stefnu. Rannsóknir hafa sýnt að þessi menningareinkenni hafa talsverð áhrif á árangur fyrirtækja.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fyrirtækjamenning Ergo einkennist af skýrri og markvissri stefnu sem gefur til kynna hver tilgangur fyrirtækisins er. Einnig er Ergo með frekar sterka menningu sem er stöðug, vel samhæfð og samþætt. Starfsmenn ná sameiginlegri niðurstöðu um lausn á erfiðum viðfangsefnum.
  Skortur virðist hins vegar vera á að Ergo geti lesið í viðskiptaumhverfi sitt, brugðist skjótt við eða séð fyrir breytingar.
  Ergo flokkast sem fyrirtæki sem er stöðugt og leggur áherslu á reglur, samræmi og eftirlit. Hinsvegar telst það ekki sveigjanlegt þar sem ekki er mikil virkni og þátttaka starfsfólks til að auka hæfni sína til að aðlagast hratt og örugglega breytingum.
  Starfsfólk Ergo er ánægt í starfi sínu og finnst fyrirtækið standa sig vel í því hlutverki sem því er ætlað að sinna.

Accepted: 
 • May 2, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11216


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
FYRIRTÆKJAMENNING ERGO.pdf1.83 MBOpenHeildartextiPDFView/Open