is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11219

Titill: 
 • Skilamat. Þróun og nútímagildi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um skilamat, sem er skýrsla sem Framkvæmdasýslu Ríkisins er lögum samkvæmt skylt að gera við lok hverrar framkvæmdar sem unnin er fyrir 5 milljónir eða meira af ríkisfé. Í skýrslunni á að gera úttekt á framkvæmdinni, bæði fjárhagslega og efnislega. Verkefnið var unnið samkvæmt eigindlegum rannsóknaraðferðum.
  Helstu niðurstöður eru þær að síðan skilamat var fyrst sett fram í lögum árið 1970 hefur framsetning þess breyst töluvert, en þá var það hugsað sem tól til aðhalds og upplýsingagjafar. Í dag hugsar Framkvæmdasýslan aðeins um skilamat sem eins konar sögulega heimild, og er aðhaldsþátturinn algjörlega horfinn úr því. Skilamat inniheldur enga gagnrýni og oft litlar upplýsingar. Viðurkennt er að mjög fáir lesa skilamat og að starfsmenn framkvæmdasýslunnar setja önnur mál í forgang.
  Stóra spurningin er hvort að skilamat í þeirri mynd sem það er í dag, sé virði vinnunnar og kostnaðarins sem í það fer. Getur skilamat virkilega verið gott, ef enginn les það ? Niðurstaðan er sú að skilamat gefur fallega mynd af verki, en segir í raun ekki neitt og er varla mat á einu né neinu þrátt fyrir að nafnið gefi annað í skyn. Skilamat hefur að mörgu leiti farið út af sporinu frá upprunalegum hugmyndum. Það er ekki lengur það sem lagt var upp með, og gengir í raun engum sérstökum tilgangi fyrir hlutaðeigandi aðila.
  Eigi skilamat að vera til einhvers gagns í nútímanum, eigi það enn að stuðla að hagnýtingu ríkisfjár eða gefa góða mynd af nýtingu peninga skattgreiðenda, þá þarf að gera breytingar. Athuga þarf til að byrja með hvort eðlilegt sé að stofnun sem hefur yfirumsjón með opinberum framkvæmdum eigi sjálf að framkvæma úttekt á eigin störfum. Setja þarf skilamat á annað form, sem felur í sér að skila markvissri niðurstöðu, en ekki bara að setja gæðastimpil á eigin störf.

Samþykkt: 
 • 2.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11219


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
vala_gudmundsdottir_skilamat.pdf741.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna