is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11231

Titill: 
 • Ábyrgð og sannleikur í stjórnmálum. Undirstöður trausts stjórnmálakerfis
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið mitt með þessari ritgerð er að skoða hvort ábyrgð og sannleikur eigi samleið bæði í og með stjórnmálum, líkt og almenn krafa er um í dag, en sannsögli og ábyrgð þykja ekki bara ákjósanlegir eiginleikar heldur eru jafnvel flokkaðir sem dyggðir. Ég mun leita svara hjá þremur höfundum, Max Weber, og tveimur samtíma heimspekingum, Hannah Arendt og Garrath Williams.
  Weber setur fram áhugaverða sýn á stjórnmál, sem ég nota sem nokkurs konar leiðarstef í ritgerð minni, um að sérhver siðleg athöfn lúti öðru tveggja siðalögmála, hugarfarssiðgæðis eða ábyrgðarsiðgæðis. Samkvæmt því fyrra skal fela afleiðingar breytni guði á vald, en regla þess seinna er að hver og einn verði að vera tilbúinn til að taka ábyrgð á fyrirsjáanlegum afleiðingum gjörða sinna. Samkvæmt algildu siðferði er sannleikurinn undantekningarlaus og spyr ekki um afleiðingar meðan að ábyrgð stjórnmálamannsins er einmitt að horfa til afleiðinga þess sem er gert, jafnvel þótt á kostnað sannleikans sé. Að bera ábyrgð á gjörðum sínum felur í sér að bera ábyrgð á fyrirsjáanlegri framtíð, sem er skylda stjórnmálamannsins samkvæmt Weber. Hluti af þessari skyldu og ábyrgð er að vera reiðubúinn til að beita valdi til að verja hana. Ein birtingarmynd þess er að beita valdi blekkinga og bregðast þannig sannleiksskyldunni.
  Áhersla Arendt í ritgerð sinni „Sannleikur og stjórnmál“ er ekki á algilda sannleiksskyldu heldur á þær aðferðir sem stjórnmálamenn nota til að fela eða afbaka sannleikann. Samkvæmt Arendt er það verulegt áhyggjuefni að stjórnmálamenn ganga sífellt lengra í að reyna að umbreyta og jafnvel afmá sannleikann. Aðferðir þeirra og markmið samræmist ekki þeim hefðbunda tilgangi lyga stjórnmálanna að vinna gegn utanaðkomandi ógn og því eru þessar aðgerðir ekki réttlætanlegar.
  Í ritgerð sinni „Responsibility as a Virtue“ fjallar Garrath Williams um ábyrgð, en fyrir honum er hún mikilvæg dyggð sem stofnanakerfi nútímans byggist á. Grundvallaratriðið hér er sú dreifða ábyrgð sem fylgir stofnanakerfinu, og hvernig ábyrgð í dag er ekki einskorðuð við stjórnmálmenn heldur nær hún til alls almennings. Ábyrgð í dag einkennist af því hversu margþætt hún er, og því er mikilvægt að hún byggist á samvinnu. Þannig hefur ábyrgð þróast yfir í samábyrgð ríkis og þegna.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this essay is to examine whether responsibility and truth can go together in and with politics, as is the general demand today, but truthfulness and responsibility are not only regarded as desirable qualities, but are even seen as virtues. I will seek answers from three authors, Max Weber, and two contemporary philosophers, Hannah Arendt and Garrath Williams.
  Weber puts forth an interesting view on politics, which I will use as a kind of guiding light in my essay, that each ethical action is ruled by one of two ethical principles, ethics of conviction or ethics of responsibility. According to the former, consequences of actions shall be left to god, but according to the latter each person must be ready to bear responsibility for any predictable consequences of his or her actions. According to absolute ethics, truth is without exception and does not ask about consequences while the responsibility of the politician lies in acting according to desired consequences of actions, even if truth suffers. Being responsible for one’s actions includes being responsible for the predictable future which is an obligation of the politician according to Weber. Part of this obligation and responsibility is to be prepared to apply force for its protection. One of the manifestations of this is to apply force of deception and thus fail the absolute truth obligation.
  Arendts’ emphasis in her essay „Truth and Politics“ is not on absolute truth but on the methods politicians use to hide or distort the truth. According to Arendt it is considerable reason for concern that politicians reach further and further in their attempt to transform or even obliterate the truth. Their methods and goals are not consistent with the traditional political purpose of deception, fighting against foreign threats and therefore their actions are not justifiable.
  In his essay „Responsibility as a Virtue“ Garrath Williams discusses responsibility, which he sees as an important virtue that modern institutions are based on. The principal issue here is the divided responsibility that is a part of the institutional system, and how responsibility today is not confined to politicians but includes the public as a whole. Responsibility today is defined by its plurality and therefore it is important that it is based on cooperation. Through this, responsibility has developed into joint responsibility of government and subjects.

Samþykkt: 
 • 2.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð lokaútgáfanPDF1.pdf719.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna