is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11232

Titill: 
  • Tillaga að kennsluaðferð í málfræði. Ætlað einstaklingum með einhverfu og málhömlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lýsing á hugmynd að nýrri aðferð til að kenna íslenska málfræði. Aðferðin er sérstaklega hugsuð fyrir einstaklinga sem greindir eru með einhverfu og málhömlun og þeirra sem eingöngu eru greindir með málhömlun. Þessi tillaga að aðferð byggir á tveimur mismunandi kennsluaðferðum. Annars vegar aðferð frá Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands, þar sem verið er að kenna íslensku sem annað mál og frá hagnýtri atferlisþjálfun sem er ein grein atferlisfræði sem kennd er við Sálfræðideild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er leitast við að útskýra af hverju þessar tvær ólíku aðferðir eiga samleið sem kennsluaðferð fyrir áðurnefnda einstaklinga. Einnig er útskýrt af hverju hefðbundnar kennsluaðferðir í málfræði við íslenska skóla henta ekki í öllum tilfellum fyrir einstaklinga með tiltekin frávik s.s. málhömlun, einhverfu eða þau börn sem ekki eru með íslensku sem móðurmál. Ennfremur er litið á tvær vel þekktar kenningar um málþroska og tengsl þeirra við þá kennsluaðferð sem lögð er til í ritgerðinni og þeirrar aðferðar sem alla jafna er notuð við íslenska grunnskóla. Mikilvægt er að taka tillit til að nemendur læra ekki allir á sama hátt. Það er nauðsynlegt að taka tillit til þroskaferlis þeirra sem eru með frávik í málþroska eða eru að tileinka sér annað mál. Úrvinnslukenning Pienemanns lýsir þessu málþroskaferli og kennsluaðferð sú sem lögð er til byggir á kenningum hans. Í ritgerðinni er einnig fjallað um nýlegar málfræði rannsóknir hjá einstaklingum með einhverfu, málhömlun og þeirra sem eru að tileinka sér annað tungumál. Þar er verið að bera saman málfræðikunnáttu þessara mismunandi hópa og litið á þann möguleika að sú aðferð sem notuð er við annarsmáls kennslu við Íslensku og menningardeild Háskóla Íslands geti verið hentug fyrir einstaklinga með einhverfu og málhömlun.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Ralston BA ritgerð.pdf243.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna