is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11236

Titill: 
  • Kvikmyndatreilerinn. Hvað með hann?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kvikmyndatreilerar leika eitt aðalhlutverkið þegar kemur að markaðssetningu fyrir kvikmyndir. Lagðar geta verið gífurlegar fjárhæðir í sköpunina og markaðssetninguna á treilernum. Því er nauðsynlegt að horfa til þess hvert viðhorf fólks er til treilera.
    Áður en komist er að því hvert viðhorfið er þá er horft til forsögu kvikmyndatreilersins og reynt að gera grein fyrir því af hverju hann er eins og hann er í dag. Eftir það er horft á undirbúninginn sem hægt er að stunda fyrir sköpunina. Í því samhengi er fjallað um stefnumiðaða markaðsfærslu sem hægt er að nýta sér í undirbúningnum. Til viðbótar við hana er tekinn saman listi um atriði sem þarf að hafa á bakvið eyrað þegar kemur að hönnun treilersins. Einnig er umfjöllun um þær klassísku kynningarleiðir sem farnar eru og tekið dæmi um einstakling sem hefur undanfarið synt gegn straumnum þegar kemur að markaðsaðgerðum. Litið er á bakvið tjöld treilersins og komist að því hver hin eiginlega vara treilersins er. Í kjölfarið er farið yfir kostnaðinn á bakvið hann og einnig hvernig val á honum fer fram. Síðast í fræðilega hlutanum er svo umfjöllun um misræmið sem getur myndast milli treilers og kvikmyndar. Þar er horft til þjónustugaps og orðspors.
    Markmið rannsóknarinnar var að reyna svara því hvert viðhorf fólks er til kvikmyndatreilera. Til að svara spurningunni var gerð megindleg rannsókn þar sem þátttakendur voru beðnir um að svara spurningum sem snéru að eiginleikum og notagildi treilersins. Lagðar voru fram átta fullyrðingar ásamt spurningu sem snéri að áherslum sem endurspeglast í treilernum. Í ljós kom að fólk virðist hafa fremur jákvætt viðhorf í garð treilersins og enga afgerandi neikvæðni var að finna út frá fullyrðingunum, þó einna helst ef of mikið af söguþræðinum er gefið upp þegar horft er á treilerinn. Hinsvegar kemur það á móti að fólk vill að lögð sé mest áhersla á söguþráð kvikmyndarinnar í treilernum.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11236


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSc Ritgerð - Tryggvi Áki Pétursson.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna