is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11237

Titill: 
  • Erfðaskrá Drottins. Hvert er sambandið milli helgisiðatillagna Lúthers og messunnar í Kirkjuskipan Kristjáns III og hvernig koma þessar áherslur fram í Graduale Guðbrands Þorlákssonar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni mun ég skoða þróunina sem liggur að baka þeirri messu sem við sækjum á hverjum sunnudegi rúmum fjórum öldum síðar. Ég mun hafa eftirfarandi rannsóknarspurningu að leiðarljósi. Hvert er sambandið milli helgisiðatillagna Lúthers og messunnar í Kirkjuskipan Kristjáns III og hvernig koma þessar áherslur fram í Graduale Guðbrands Þorlákssonar?
    Í þessari ritgerð mun ég skoða hver þróun messunnar var hér á landi á 16. öldinni, frá því siðbót Lúthers var lögtekin á Íslandi 1541 fyrir Skálholtsstifti og 1551 fyrir Hólastifti og allt þar til skipulag komst á helgihald með útgáfu Grallarans árið1594. Baksviðið er helgisiðatillögur Lúthers frá útgáfu latnesku messunnar -Formula missae sem kom út árið 1523 og þar til Graduale- Grallari Guðbrands Þorláksson kom út á Íslandi árið 1594.
    Lúther hafnaði ekki latnesku messunni eins og sést á fyrstu helgisiðatillögunni, frá árinu 1523 og kölluð var Formula missae, en þar er gert ráð fyrir messu á latínu. Gert er ráð fyrir messum á móðurmálinu í flestum lútherskum kirkjuskipunum, en þó er reiknað með messum á latínu á hátíðum og við skólana. Í Kirkjuskipaninni frá árinu 1537 og í Grallaranum frá árinu 1594 eru móðurmáls messur með latnesku ívafi.
    Lúther kom fram með nýja messu á latínu árið 1523, þar sem hann gerir veigamiklar breytingar á rómversk kaþólsku messunni. Hann tekur allt sem minnir á fórn burt, en messan hafði þróast frá grundvallar markmiðum sínum.
    Lúther gerði sér grein fyrir að almenningur þurfti að fá messu á móðurmálinu og skrifar ritgerð árið 1526 um þýsku messuna, Deutsche Messe und Ordnung Gottesdientsts. Hugsanlega hefur það verið hvatning fyrir hann að menn höfðu verið að prófa sig áfram með evangelískar messur á móðurmáli
    Árið 1537 (2. sept) kom kirkjuskipanin (Ordinansían) út og var þýdd á dönsku árið 1539. Gissur Einarsson þýddi hana svo yfir á íslensku árið 1541, en hún var samþykkt á Alþingi það sama ár. Hún var borin undir prestastefnu í Skálholtsstifti árið 1542, en var samþykkt þar með fyrirvara.
    Á meðan Gissur Einarsson var biskup á Íslandi og hálfa biskupstíð Marteins Einarssonar var engin lúthersk handbók presta til. Sumarið 1554 fór Marteinn Einarsson biskup til Danmerkur. Hann lét prenta handbók og sálmakver í Kaupmannahöfn veturinn eftir. Handbókin kom út í febrúar, en sálmabókin í mars árið 1555 en þær eru bundnar saman í eina bók sem er 88 blöð.
    Handbókin var notuð hér á landi þar til Graduale Guðbrands Þorlákssonar var gefin út á Hólum 1594.
    Í ritgeðinni mun ég bera saman messuliðina eins og þeir eru í Formula missae (1523) (latneska messan), Deutsche messe (1526)(Þýska messan), Ordinansíuna (1537/1541) kirkjuskipanina, Handbók Marteins Einarssonar (1555) og Graduale Guðbrands (1594)(Grallari) og skoða í hverju mismunurinn liggur og hvernig messuliðirnar breytast á milli kirkjuskipanna. Hver messuliður verður tekinn fyrir og rakin þróun hans og út frá áherslum Lúthers og samstarsmanna hans.
    Að skilningi Lúthers er messan „testamentum“ eða „erfðaskrá“ sem Kristur gaf hinum trúuðu fyrirmynd um og rættist eftir dauða hans. Þegar við komum fram fyrir Krist í messunni erum við þiggjendur að blessun hans og við sýnum honum trú okkar og lotningu með virkri þátttöku og sannri iðrun.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11237


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinn Alferðsson.pdf643.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna