is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11240

Titill: 
  • Uppsker hver eins og hann sáir? Hefur námsárangur og val á skóla áhrif á ráðningar og launakjör?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Framkvæmd var ferilskrárrannsókn með 2 (einkaskóli/ríkisskóli) x 2 (há/lág meðaleinkunn) sniði til að athuga hvort að námsárangur og val á skóla hefði áhrif á ráðningar og launakjör fyrir tilbúið starf. Til að endurspegla sem best íslenskan atvinnumarkað voru mannauðsstjórar stærstu fyrirtækja á Íslandi í úrtakinu. Þátttakendur voru 143 talsins, 49% karlar og 51% konur. Svarhlutfall var 49,3%. Flestir þátttakendur voru á aldursbilinu 41-50 ára eða 39,2% og 37,8% voru á aldursbilinu 31-40 ára. Notast var við megindlega aðferðafræði í formi spurningalista. Fjórar útgáfur voru af ferilskránni, umsækjandi var með menntun úr einkaskóla (HR) eða ríkisskóla (HÍ) og með háa (8,5) eða lága (6,5) meðaleinkunn. Þátttakendur reyndust ekki meta nemanda úr einkaskóla hæfari en nemanda úr ríkisskóla né líklegri til að bjóða honum í atvinnuviðtal eða ráða. Engu að síður voru þátttakendur tilbúnir til þess að bjóða nemanda úr ríkisskóla 9,8% hærri laun. Þátttakendur mátu umsækjanda með háa meðaleinkunn hæfari en umsækjanda með lága meðaleinkunn og voru líklegri til að bjóða honum í viðtal og ráða. Meðaleinkunn hafði hins vegar ekki áhrif á fyrsta launatilboð.
    Lykilhugtök: Skólar, ríkisskóli, einkaskóli, einkunnir, meðaleinkunn, ráðningar, ferilskrá, launakjör.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Uppsker hver eins og hann sáir.pdf3,38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna