is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11244

Titill: 
  • Aðeins ein synd
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hinn gyðinglegi skilningur á hugtakinu SYND er brot á lögmáli Móse, þ.e. sáttmálanum við Guð. Einungis lögmálsbrot er synd. Rannsókn þessa verkefnis, sem ber yfirskriftina Aðeins EIN synd felst í því að styðja þá fullyrðingu... að syndin sé aðeins EIN. Verkefnið er unnið með sögulegri nálgun við viðfangsefnið og með virkni lögmáls gyðinga í huga.
    Hugtakið SYND er víðtækasta orð sem er notað um siðferðileg frávik og er svo fastmótað í hugum manna að hjá miklum meirihluta þeirra kemur ekki til greina að hreyfa við því. Ítök lögmálsins hafa þannig lifað gegnum taumhald kirkjunnar til okkar daga.

Athugasemdir: 
  • Jesús sagði: Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig (Jóh 14:1). Eins og áður hefur komið fram er hjálpræði Jesús einfalt og persónulegt atriði. Gyðingurinn gat leiðrétt samband sitt við Guð með bæn og fórn, hinn kristni maður leiðréttir samband sitt við Guð í hjarta sér. Hinn kristni maður er undir lögmáli trúar – hafni hann Guði hefur hann brotið lögmál Guðs. Synd er afstaða hins innra manns til Guðs, synd er að hafna fagnaðarerindinu, að neita að sjá eða taka við boðskapnum. En hverjum þeim sem tekur á móti Jesú, mun Sannleikurinn gera frjálsan (Jóh 8:32), þ.e. frelsa þá frá dómi á efsta degi. Líkaminn er musteri Guðs, sá sem opnar dyr hjarta síns fyrir Kristi, hefur Guðsríki innra með sér.
Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11244


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kjörsviðs-ritgerð - Aðeins EIN synd, vor 2012.pdf348.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna