is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11249

Titill: 
 • List eða Rusl. Ólík Sýn Einstaklinga á Listina
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • List hefur fylgt manninum frá örófi alda og þrátt fyrir mikla menningarlega arfleifð og sterka samfélagslega stöðu er list eitt umdeildasta fyrirbæri vestrænnar menningar. Í vestrænum samfélögum er klofningur á milli tveggja hópa, berst annar fyrir upphafningu og viðurkenningu en hinn kemur hvorki auga á tilganginn með listinni né hin hagnýtu not.
  Meginmarkmið ritgerðarinnar var að skoða hvað réði mestu um ólíka sýn einstaklinga á listina, hvernig það birtist í samfélaginu og hvort finna mætti af hvaða meiði klofningur milli listasamfélagsins og almennings væri.
  Notast er við ólíkar nálgunaraðferðir, bæði eigindlegar og megindlegar, í tilraun til að draga upp sem skírarasta mynd af listasamfélaginu til að hægt sé að nálgast viðfangsefnið á sem víðastan hátt og um leið útiloka þau vandamál sem mögulega gætu komið upp. Þar sem horft er til fyrirbærafræðinnar og hugmynda Bourdieus um habitus.
  Niðurstöður úr viðtölum, skoðanakönnunum og vettvangsathugunum eru tvinnaðar saman til að fá sem nákvæmastu myndina af viðfangsefni rannsóknarinnar og áhersla er sett á stöðu höfundar þar sem hann er hluti af þeim heimi sem rannsóknin nær til.
  Flókinn heimur listarinnar er klofinn af mismunandi skynjun, stöðu og upplifun einstaklinga sem byggir á samspili samfélagslegra, menntunarlegra og menningarlegra þátta.

 • Útdráttur er á ensku

  Art has been with the man for thousand of years, and despite cultural heritage and strong social status, art is one of the most disputed phenomenons in western society.
  Division is between groups within western society, those who fight for celebration and recognition of art, and others who see neither the purpose, nor the utility value of art.
  The main purpose of this dissertation is too investigate what is causing great differences in peoples perception of art, how it revealed in the society and where the source of the division between the public and the art society can be found.
  Different approaches were used; both qualitative and quantitive, in an attempt to create a clear picture of the art society, in an effort to have a wider understanding of the subject and at the same time exclude some potential problems. Phenomenology and Bourdieu's ideas about habitus are used as a theoretical framework through out this dissertation.
  Results from interviews, questioners and fieldwork are intertwined in an attempt to get an accurate image of the subject of the research where awareness is on the status of the author, as he is a part of the world being researched.
  The complex world of art is split by difference in perception, status and experience. It stems from a complex interplay of social, educational and cultural factors.

Samþykkt: 
 • 2.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Noi_MA_final.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna