is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11257

Titill: 
  • Viðbótarlífeyrissparnaður. Gömlu séreignasjóðirnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífeyriskerfi Íslendinga er ungt og byggt upp af þremur stoðum, almannatryggingum, samtryggingu og að lokum frjálsum viðbótarlífeyrissparnaði. Í þessari ritgerð verður einblínt einna helst á frjálsan viðbótarlífeyrissparnað, sögu hans og tilkomu en meginmarkmiðið verður að skoða þá þrjá lífeyrissjóði sem stærstir eru í séreignasparnaði, það er hvort mikill munur sé á þeim með tilliti til ýmissa sjónarhorna. Sjóðirnir eru Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Almenni lífeyrissjóðurinn auk Íslenska lífeyrissjóðsins og staða þeirra er tekin útfrá sögu, sjálfstæði, fjárfestingastefnu og raunávöxtun með tilliti til falls bankanna og efnahagshrunsins. Einnig verður fjallað um þá breytingu sem átti sér stað í ársbyrjun 2012 þegar frádráttarbæru iðgjaldi í viðbótarlífeyrissparnað var lækkað um 2%.
    Allir sjóðirnir hafa svipaða sögu og voru til að byrja með séreignasjóðir sem fóru svo að bjóða uppá skyldutryggðan lífeyri með tilkomu lífeyrissjóðslaganna árið 1998. Við samanburðinn má nefna breytinguna sem hefur átt sér stað á bæði stjórn sjóðanna og sjálfstæði þeirra þó svo að þeir hafi gengið mislangt í að auka sjálfstæði sitt. Hrun bankanna og efnahagskerfisins hér á Íslandi hafði áhrif á gengi sjóðanna síðustu ár og það sést best við skoðun á raunávöxtun. Beiðni Landssamtaka lífeyrissjóða var tekin gild um að nefnd yrði skipuð og látin skoða lífeyrissjóðina alla í ljósi hrunsins. Hennar niðurstaða var á þann veg að margt mátti hafa betur farið hjá sjóðunum en þó svo að illa hafi farið þá hefðu lífeyrissjóðirnir getað verið í verri málum. Með tilliti til fjárfestinga slapp Frjálsi lífeyrissjóður best þessara þriggja sjóða en þeir höfðu hafið ráðstafanir útaf vaxandi líkum á hruni íslensku krónunnar.
    Ákvörðun ríkisins á lækkun á iðngjöldum sjóðsfélaga til viðbótarlífeyrissparnaðar sem er frádráttabær frá skatti mun veita ríkinu 1,4 milljörðum króna í aukinn hagnað sem nemur 0,3% af heildarskatttekjum. Þessi breyting mun skerða lífeyrissparnað einstaklings töluvert fyrir það eitt að fá nokkur þúsund krónum meira á mánuði í laun.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngvarKGuðmundsson_BS.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna