is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11259

Titill: 
  • Völd og ábyrgð ráðherra í stjórnsýslunni. Um athafnaskyldur ráðherra til verndar almannahagsmunum á grundvelli stjórnunar- og eftirlitsheimilda þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritsmíð þessi fjallar um athafnaskyldur ráðherra til verndar almannahagsmunum á grundvelli stjórnunar- og eftirlitsheimilda þeirra. Af 2., 13. og 14. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands hefur verið leitt að ráðherrar fara, hver á sínu sviði, í reynd með æðstu yfirstjórn stjórnsýslunnar. Stjórnsýslu í efnismerkingu má lýsa sem beitingu framkvæmdarvalds. Verkefni stjórnsýslunnar eru hins vegar svo yfirgripsmikil að þau verða seint skilgreind á jákvæðan hátt. Þess í stað hefur stjórnsýsla verið skilgreind sem önnur starfsemi hins opinbera en sú sem fellur undir löggjafann og dómstóla. Í ljósi þessa hefur því verið varpað fram að eitt hlutverka stjórnsýslunnar sé daglegt fyrirsvar opinberra hagsmuna. Í því felst gæsla samfélagslegra hagsmuna og almannahagsmuna eins og lög og stjórnarskrá afmarka þá. Í ritgerðinni er reynt að skýra þetta hlutverk nánar og færð rök fyrir því af hverju slíkt hlutverk sé á könnu framkvæmdarvaldsins. Þá er gerð grein fyrir valdheimildum ráðherra til að skipuleggja og stýra stjórnsýslunni, þ.e. verkskipulagsvaldi og stjórnunar- og eftirlitsheimildum ráðherra. Að lokum eru teknar til skoðunar athafnaskyldur ráðherra til verndar framangreindum almannahagsmunum. Gerð er grein fyrir lagagrundvelli slíkra skyldna og að auki inntaki þeirra. Er það gert með skoðun á álitum umboðsmanns Alþingis, skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og dómi landsdóms. Þar sem íslensk réttarframkvæmd er nokkuð rýr er þessar skyldur varðar, var dönsk réttarframkvæmd einnig lögð til grundvallar umfjölluninni.

Samþykkt: 
  • 2.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - lokaútg.pdf3.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna