en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11262

Title: 
  • Title is in Icelandic Mannfræðilegt sjónarhorn á landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna séð frá mannfræðilegu sjónarhorni. Kynntar verða helstu kenningar mannfræðinga sem eiga við landamæri. Einnig verður rætt um þær huglægu afmarkanir sem landamæri setja fólki og hvernig landamæri þjóna þeim tilgangi að hjálpa manninum að halda uppi röð og reglu. Skoðaðar verða kenningar á því af hverju fólk flyst á milli landa og hvað það er sem hvetur fólk til að flytja. Fjallað verður um landamæri sem áþreifanlega stað og hvernig þau verða að svæði þar sem ólíkir menningarheimar sameinast. Rætt verður hvernig landamæri snerta líf fólks. Þá helst þeirra innflytjenda sem fara í gegnum þau ólöglega. Snert verður á punktum eins og lagasetningum Bandaríkjamanna sem stuðla flestar að því að takmarka fjölda innflytjenda inn í landið. Fjallað verður landamæraverðina sem sjá um að framfylgja þessum lögum og hvernig þeir upplifa starf sitt. Einnig verður skoðað hvað veldur dauðsföllum ólöglegra innflytjenda við landamærin. Niðurstöður ritgerðinnar eru að í dag gegna landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna því hlutverki að halda óvelkomnu fólki frá Bandaríkjunum og búið er að hernaðarvæða svæðið. Landamærin snúast að ákveðnu leiti um að halda uppi röð og reglu í Bandarísku samfélagi og eru tákn um hættulegan stað.

Accepted: 
  • May 2, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11262


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð tilbúin.pdf311.92 kBOpenHeildartextiPDFView/Open