is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11268

Titill: 
 • Fjárhættuspil - ógn við samfélagið?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð er heimildaritgerð sem byggir m.a. á rannsóknum fræðimanna og stofnana, fréttum úr fjölmiðlum, fræðilegum heimildum og bókum sem gefnar hafa verið út innan félagsfræðinnar. Ýmislegt verður reifað sem snýr að fjárhættuspilum. Farið verður í skilgreiningar og hugtök sem notuð eru í umræðunni um fjárhættuspil. Fjallað verður um ýmsar kenningar sem kunna að skýra af hverju einstaklingar leiðast út í fjárhættuspilun, fjárhættuspil sem afbrot án þolanda (e. victimless crime) og spilafíkn (e. compulsive gambling).
  Niðurstöður rannsókna á spilahegðun Íslendinga verða dregnar saman í stuttu máli en fjárhættuspilun fer vaxandi hér á landi. Umræða um fjárhættuspil hefur aukist umtalsvert á síðustu árum og þá sérstaklega um opnun spilavítis hér á Íslandi, sem er enn ófyrirséð hvort af verður. Athygli vekur hversu andvígir Íslendingar eru gegn slíkum fyrirhugunum. Eins og staðan er í dag er ekki lagaheimild fyrir rekstri spilavítis.
  Fjárhættuspil geta leitt til spilafíknar sem hefur í för með sér óæskilegar afleiðingar fyrir þann sem spilar, aðra í nánasta umhverfi hans og fyrir samfélagið. Félagslegan kostnað vegna sjúklegrar fjárhættuspilunar er erfitt að mæla, en engu að síður er hann mjög mikill.
  Niðurstaðan er sú að fjárhættuspil eru mjög vandmeðfarin og útilokað er að allir komist að sömu niðurstöðu og verði á eitt sáttir. Flestir rannsakendur eru sammála um hve erfitt er að nálgast þetta viðfangsefni. Meðan einn segir að fjárhættuspilun sé stórt vandamál í nútímasamfélagi þá getur einhver annar haldið því fram að samfélagið þrífist á fjárhættuspilun, báðar fullyrðingar eiga rétt á sér.

Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAfjárhættuspil.pdf282.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna