is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11269

Titill: 
 • Stafur á bók – stafur á skjá. Þróun og framtíð námsefnisútgáfu fyrir framhaldsskóla á Íslandi.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar var annars vegar að greina veltuþróun þriggja stærstu útgáfufyrirtækjanna á framhaldsskólamarkaði á Íslandi á árunum 2001-2010 og hins
  vegar að leggja fram tillögu að stafrænni lausn á vanda bókaútgáfu fyrir skólastigið. Við öflun upplýsinga var leitað fanga hjá bókaútgefendum, bóksölum, menntamálaráðuneyti,
  framhaldsskólum og öðrum hagsmunaaðilum.
  Undanfarin ár hefur námsefnisútgáfa fyrir framhaldsskóla á Íslandi átt í vök að verjast. Útgefnum titlum hefur fækkað, nauðsynleg endurnýjun námsefnis hefur ekki átt sér stað
  og endurnýting notaðra bóka hefur aukist til muna, auk þess sem fjölfaldað og skannað námsefni er notað í auknum mæli í framhaldsskólum landsins.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að velta tveggja stærstu útgefendanna hefur minnkað stórlega að raungildi á áðurnefndu árabili á meðan að sá þriðji jók hlut sinn í
  byrjun en stóð í stað undir lokin. Þetta gerðist þrátt fyrir að nemendum hafi fjölgað mikið á árabilinu sem rannsóknin náði yfir. Ef fram heldur sem horfir má leiða að því líkum að námsefnisútgáfa leggist af í þeirri mynd sem verið hefur.
  Erlendis hefur notkun opins menntaefnis (e. Open Educational Resources) aukist á undanförnum árum, einna helst í æðri menntastofnunum en einnig á öðrum skólastigum þar sem Hollendingar hafa verið fremstir í flokki. Það sem helst kemur í veg fyrir notkun slíks efnis er hefðbundinn höfundaréttur, en forsenda opins menntaefnis er að höfundar afsali sér höfundarétti að hluta eða skrái efnið með opnu höfundaleyfi. Gerð er ítarleg
  grein fyrir þessu í ritgerðinni.
  Lögð er fram tillaga að stafrænni lausn sem miðar að því að færa núverandi námsefni yfir í rafrænt form sambærilegt við opið menntaefni. Tekið yrði upp „námsefnisgjald“ þar sem nemendur greiða fyrir hverja þreytta framhaldsskólaeiningu, gegn opnum aðgangi að öllu námsefni á Netinu. Ef rétt er að farið ætti lausnin að verða öllum til hagsbóta með lægri kostnaði fyrir námsfólk, bættri afkomu útgefenda, betra námsefni fyrir kennara og
  nemendur og betri menntun fyrir alla, án aukakostnaðar fyrir hið opinbera.

Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerd kapa.pdf254.29 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
MS ritgerd Erling.pdf823.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna