is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11270

Titill: 
 • Menning til umræðu. Birtingarmyndir íslenskrar listmenningar í dagblöðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi byggir á rannsókn sem gerð var á menningarhlutum tveggja dagblaða á Íslandi í janúar 2012. Tilgangur rannsóknarinnar er að varpa ljósi á umfjöllun um íslenska listmenningu í menningarhlutum dagblaða á Íslandi og kanna hvað ratar á síður þessara hluta og hvað fær mest og minnst vægi. Tilgangur rannsóknarinnar er einnig að kanna að hve miklu leyti umfjöllun um viðburði birtist í menningarhlutum blaðanna og að hve miklu leyti hún er tilviljanakennd. Einnig er athugað hvernig gagnrýni á menningu birtist í menningarhlutum dagblaðanna. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er gerð grein fyrir menningarhugtakinu, hvernig menning er sett fram í fjölmiðlum og hvernig svokölluð dagskráráhrif geta ráðið því hvað ratar á síður dagblaða og hverjar afleiðingar þess eru. Einnig er horft á hvernig íslensk menning er sýnd í umfjöllun blaða á Íslandi. Í seinni hluta ritgerðarinnar er greint frá rannsókn sem gerð var á menningarhlutum Fréttablaðsins og Morgunblaðsins á tímabilinu 2.-31. janúar 2012 en þar kemur bersýnilega í ljós mikill munur milli einstakra flokka listgreina í umfjöllun um menningu.

 • Útdráttur er á ensku

  This essay is based on a study on the cultural sections in two newspapers in Iceland in January 2012. The purpose of this study is to shed light on the discussion of Icelandic art culture in the cultural sections of newspapers in Iceland and explore what it is that stumbles upon the pages in those sections and what gets the most and the least coverage. A second purpose of this study is to examine how much coverage is linked to events related to art in the extent to whether the coverage is random. The third purpose of this study is to look into how criticism of culture appears in the media. In the first part of the essay the concept of culture will be outlined, how art culture is expressed in the media and how agenda settings can be a leading power in determining what appears on the pages of newspapers and what it does to society. Finally it will be explained how Icelandic art culture is portrayed in Icelandic newspapers. The second part of the essay describes a study on the cultural sections in two newspapers in Iceland, Morgunblaðið and Fréttablaðið, during the period from January 2nd to the 31st of 2012. Great differences are clearly revealed between groups when it comes to coverage of art in the media.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð þessi er annar hluti af tveimur sem lokaverkefni til MA-gráðu í blaða- og fréttamennsku við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin gildir 15 einingar á móti 15 einingum sem koma úr verklegum hluta. Verklegur hluti þessa lokaverkefnis er listmenningartímarit á netinu, Immature magazine, sem unnið var í samstarfi við nema á lokaári í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands.
  Hægt er að nálgast tímaritið á slóðinni: http://www.immaturemagazine.com/
 • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki á Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
menning_til_umraedu_heildartexti.pdf1.71 MBLokaður til...31.05.2132HeildartextiPDF