is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11272

Titill: 
 • Vinnustaðamenning Háaleitisskóla
 • Titill er á ensku Organizational culture of Háaleiti elementary school
Námsstig: 
 • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Vinnustaðamenning er kjarni allrar starfsemi skipulagsheilda og hefur áhrif á frammistöðu þeirra. Í gegnum samskipti á vinnustað mynda undirliggjandi hugmyndir og skoðanir starfsfólks þennan kjarna.
  Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á vinnustaðamenningu Háaleitisskóla og mæla hvort munur væri á henni milli starfsstöðva skólans. Einnig var kannað hvert viðhorf starfsmanna væri til frammistöðu skólans og samanburður gerður á milli starfsstöðva hans.
  Spurningakönnun var lögð fyrir starfsfólk Háaleitisskóla sem byggir á spurningalista Denison. Spurningalistanum er ætlað að mæla undirliggjandi skoðanir og viðhorf sem að liggja til grundvallar fjórum menningarvíddum; þátttöku, samræmi, aðlögunarhæfni og markmiði. Einnig mælir hann áhrif vinnustaðamenningar og þá þætti hennar sem tengjast frammistöðu í samanburði við aðrar skipulagsheildir. Rannsóknir hafa sýnt að menningarvíddirnar hafa talsverð áhrif á frammistöðu skipulagsheilda.
  Niðurstöður sýna að helsti styrkleikinn sem einkennir vinnustaðamenningu Háaleitisskóla er það góða samkomulag sem ríkir á meðal starfsmanna skólans. Sá veikleiki sem helst einkennir vinnustaðamenningu skólans er andstaða starfsmanna við breytingar. Miklu munar á framtíðarsýn starfsmanna starfsstöðvanna, við Álftamýri er hún ekki skýr en við Stóragerði er hún mjög óskýr. Einnig er áberandi munur á milli starfsstöðvanna á samvinnu starfsmanna, hún er góð í starfsstöðinni við Álftamýri en hins vegar er hún það ekki í starfsstöðinni við Stóragerði. Af þeim árangursþáttum sem starfsfólk skólans lögðu mat á mældust tengsl á milli menningarvíddanna og gæða stjórnunar og stoðþjónustu og ánægju nemenda og starfsfólks, en starfsfólki fannst minnst til gæða stjórnunar og stoðþjónustu skólans koma. Niðurstöður benda því til þess að tengsl séu á milli vinnustaðamenningar Háaleitisskóla og frammistöðu hans.
  Helstu takmarkanir á rannsókninni voru þær að fullyrðingar og spurningar voru lokaðar, því gátu þátttakendur ekki komið öðrum skoðunum sínum á framfæri. Einnig hefur huglægt mat þátttakenda og upplifun þeirra á þeim þáttum sem mældir voru, hugsanlega haft áhrif á niðurstöður. Þrátt fyrir þessar takmarkanir gefur rannsóknin góða mynd af vinnustaðamenningu Háaleitisskóla.
  Lykilorð:Viðskiptafræði, Háaleitisskóli, Vinnustaðamenning,
  Denison spurningalistinn

 • Útdráttur er á ensku

  Organizational culture refers to the set of values, beliefs and behaviour patterns that lie in the heart of organizations and influence their performance.
  The goal of this study was to describe what characterize the organizational culture of Háaleiti elementary school (Háaleitisskóli) as well as to measure if there were difference between its working places. The study also analyzes the staff‘s attitude of the school performance as well as to measure if there were difference between the working places.
  The school‘s staff were surveyed with a questionnaire, based on Denison Organizational Culture Survey. The questionnaire is ment to measure the underlying beliefs and perceptions that is based on four cultural traits; involvement, consistency, adaptability and mission. Also it measures the influence of organizational culture and its factors that are connected with performance in comparison with other organizations. Studies have shown that these cultural traits substantially influence the performance of organizations.
  The study‘s conclusions show the primary strengths that characterize the culture of Háaleiti elementary school is good agreement which is between the school‘s staff. The weakness that mostly characterize the culture of the school is the staff‘s resistance to changes. A large difference is between working places of the staff‘s vision, in Álftamýri it is not clear but in Stóragerði it is very cloudy. Also there is a signally difference between working places of the staff‘s teamwork, it is good in the working place in Álftamýri but it is not good in the working place in Stóragerði. Out of the performance factors the school staff evaluated a relationship were found between all the cultural traits and the quality of management and support services and satisfaction of students and staff, but the staff found the quality of management and support service most lacking. Therefore the study‘s conclusions indicate that there is a relationship between the organizational culture of Háaleiti elementary school and its performance.
  The primary limits of the study were that the statements and questions were closed, therefore the participants could not express their other opinions. The subjective evaluation of the participants and their experience of the factors that were measured, could also possibly have influenced the conclusions. In spite of these limits the study gives a clear picture of the organizational culture of Háaleiti elementary school.

Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11272


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vinnustaðamenning Háaleitisskóla_Sif Cortes.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna