is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11273

Titill: 
  • Atferlishagfræði. Ný hagfræði?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hefðbundin skilgreining hagfræðinnar á hinum hagsýna manni (e. homo economicus) er að sá einstaklingur hugsi aðeins að eigin hagsmunum og reyni eftir fremsta megni að hámarka þann hag. Einstaklingurinn þekkir sínar langanir og þarfir, svokallaða valröðun, og veit hvað hann vill. Hann metur eftir fremsta megni kosti og galla mögulegra ákvarðana sinna, og að gefnum þeim upplýsingum tekur hann ákvörðun um hámörkun, svokallaða nytjahámörkun. En er hegðun mannsins rétt lýst einsog nútíma hagfræði gerir ráð fyrir? Niðurstöður rannsókna sem byggja á að samþætta hagfræði og sálfræði, benda til að einstaklingar séu skeikulir og taki ákvarðanir sem leiði ekki til hámörkunar. Þegar mannleg hegðun er skoðuð í þessu ljósi kemur alls kyns misræmi fram. Þær niðurstöður hafa leitt af sér að til hefur orðið ný undirgrein innan hagfræðinnar, svokölluð atferlishagfræði (e. behavioral economics). Viðfangsefni og markmið ritgerðarinnar er að kynna atferlishagfræði og athuga hvort hún eigi betur við raunveruleikann heldur nútíma hagfræði og hvort atferlishagfræði geti komið í staðinn fyrir nútíma hagfræði. Uppbygging ritgerðarinnar er þannig að fyrst verður atferlishagfræðin kynnt og farið yfir sögu hennar og aðferðafræði. Því næst verður nútíma hagfræðin skoðuð þ.e.a.s. það sem lítur að atferli einstaklinga og ákvarðantöku eða kenninguna um vænt notagildi (e. expected utility theory) en í kenningunni er gert ráð fyrir að einstaklingar hafi ákveðið notagildi (e. utility) sem ræðst af fjárhagslegri stöðu þeirra.. Gagnrýni atferlishagfræðinga á frumforsendur kenningarinnar um vænt notagildi verður kynnt en sú gagnrýni er grunnurinn að helstu kenningunni innan atferlishagfræðinnar sem er væntikenningin (e. prospect theory) en hún fjallar um ákvarðanatöku einstaklinga við áhættu og óvissu. Varpað verður ljósi á nokkrar af helstu atferlisskekkjum (e. behavioral biases) sem einstaklingar gera í ákvarðanatöku í hinu daglega lífi og í fjármálaákvörðunum. Atferlisskekkjur einstaklinga hafa áhrif á fjármálamarkaðinn. Þess vegna verður fjallað um þessar skekkjur á markaði. Loks mun verða fjallað um gagnrýni nútíma hagfræði á atferlishagfræðina og skoðuð nokkur dæmi úr raunveruleikanum varðandi atferlishagfræði.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð.pdf828.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna