is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11274

Titill: 
  • Samkeppnishæfni íslenskrar grænmetisframleiðslu. Er virkur klasi grænmetisframleiðslu til staðar á Íslandi ?
  • Titill er á ensku The competitiveness of Icelandic vegetable production. Is there an active vegetable production cluster in Iceland ?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða og greina samkeppnishæfni íslenskrar grænmetisframleiðslu ásamt því að kanna hvort að hér fyndist virkur grænmetisklasi. Ásamt þessu er reynt að rýna í hvernig efla megi innlenda grænmetisframleiðslu, hvernig megi gera framleiðsluna hagkvæmari og lækka rekstrarkostnað og greina hverjar séu helstu forsendur þess að íslenskt grænmeti geti aukið markaðshlutdeild sína út frá fágæti og gæðum. Leitast er við í ritgerðinni að skoða og greina íslenska grænmetisframleiðslu út frá kenningum í samkeppnishæfni og klasagreiningu. Ritgerðin er ekki greinandi á sviði tölulegra upplýsinga og fer ekki djúpt í hverja ræktun fyrir sig heldur er markmiðið að ná heildarmynd af hugsanlegum grænmetisklasa hér á landi og ná að greina almenna samkeppnishæfni íslenskrar grænmetisframleiðslu.
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg raundæmisrannsókn þar sem bæði var notast við fyrirliggjandi gögn og tekin voru hálf opin viðtöl við 4 aðila innan framleiðslugreinarinnar sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á framleiðslunni og rekstrarumhverfi hennar. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að samkeppnishæfni íslenskrar grænmetisframleiðslu miðað við innflutt grænmeti felst í ódýrri raforku hér á landi. Eftir sem áður er innlenda grænmetisframleiðslan að keppa við ódýrara innflutt grænmeti þar sem á sumum svæðum þarf hvorki lýsingu né hitun við t.d. ylræktun. Íslenska framleiðslan byggist því á að rafmagnið sem nýtt er við t.d. heilsársræktun í gróðurhúsum verði hagkvæmara í verði svo að hægt sé að auka framleiðni og lækka rekstrarkostnað. Ennfremur er það niðurstaðan úr þessari rannsókn að tryggir neytendur á innanlandsmarkaði séu lífæð íslenskrar grænmetisframleiðslu og það traust sem þeir bera til íslenskra afurða sé afar mikilvægt að viðhalda og sinna. Klasastarf í þeirri mynd sem Porter og fleiri fræðimenn setja upp er ekki að finna hér innan grænmetisframleiðslu þó svo að vissa umgjörð klasastarfs megi greina. Almennt var það niðurstaðan í þessari rannsókn að ef til slíks samstarfs kæmi þá yrði það hagkvæmt fyrir greinina í heild.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11274


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mastersritgerð_ lokaútgáfa.pdf1.58 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna