is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11275

Titill: 
  • „Ekki tala um /b/“: Ímynduð samfélög og Internet spjallborð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu Internetsins getur fólk átt í daglegum samskiptum við vini í öllum heimshornum. Þessi samskipti geta farið fram með margvíslegum hætti eins og í gegnum félagslega samskiptamiðla á borð við Facebook, Twitter, tölvupóst og svo kölluð spjallborð. Spjallborðin eru af mörgum gerðum með mismikinn fjölda notenda og mörg hafa verið til í fjölda ára. Ég skoða spjallborð á Internetinu út frá kenningum Benedict Anderson um hið ímyndaða samfélag og spyr hvort Internet spjallborð séu samfélög í skilningi Anderson. Kenningar hans felast í því að flest samfélög séu ímynduð og fólk geti upplifað sig sem hluti af samfélagi þrátt fyrir að vita að það muni aldrei eiga samskipti við alla sem tilheyra því. Spjallborðið /b/ er sérstaklega skoðað í þessu samhengi. Því er haldið fram að mörg Internet samfélög bjóði notendum sínum uppá sömu tilfinningu og ímynduð samfélög Anderson. Notendur ákveðinna Internet samfélaga tilheyra sama heimi með svipuð gildi og aðrir einstaklingar sem það hefur aldrei hitt og mun aldrei hitta en veit samt af tilvist þess og að líf þeirra heldur áfram. Lagt er til að líta megi á Internet samfélög sem sjálfstæðar einingar sem lúta eigin lögmálum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11275


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Magnús Loftsson BA ritgerð.pdf298.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna