Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11277
Mikill meirihluti Íslendinga býr í eigin húsnæði og hefur svo verið um áratuga skeið. Kaup fjölskyldna á húsnæði er í flestum tilvikum stærsta fjárfesting þeirra á lífsleiðinni og því er afar mikilvægt að sú ákvörðun og þar með talin kjör húsnæðislánanna sé vel ígrunduð.
Verðtryggð lán hafa frá 1979 verið svo til eina fjármögnunarleið Íslendinga til fjárfestingar í fasteignum, en á því hefur nú orðið breyting. Nú bjóða lánastofnanir upp á bæði óverðtryggð og verðtryggð lán, fljótandi vexti eða fasta og ennfremur má velja milli jafnra greiðslna eða jafnra afborgana lána. Í gegnum tíðina hefur sú aðferð að verðtryggja lán til húsnæðiskaupa sætt töluverðri gagnrýni og af og til hafa komið fram tillögur á Alþingi um að afnema verðtrygginguna að fullu. Það er því afar mikilvægt að gera sér grein fyrir í hverju mismunur verðtryggðra og óverðtryggðra lána felst og skoða mismunandi áhættu við töku þeirra. Þessi ritgerð er innlegg í þá mikilvægu umræðu.
Í rannsókninni var gert ævilínulíkan með tilliti til vals á fasteignaláni og það metið með tölulegum aðferðum. Leitast var við að meta hvaða áhrif val á fasteignaláni hefur á fjárhag heimilanna og var líkanið lagað, eins og unnt var, að íslenska fasteignamarkaðnum.
Helstu niðurstöður eru þær að láglaunafjölskyldur hafa mestan hag af aðgangi að verðtryggðu lánsfjármagni til fasteignakaupa. Með aðgangi að verðtryggðum fasteignalánum hafa þær fjölskyldur tækifæri til að festa kaup á íbúð fyrr en ella og geta því komist fyrr í húsnæði af endanlegri stærð.
A large majority of Icelandic families own the homes they live in and this has been the case for decades. This investment is in most cases the most important investment these families make in their lifetimes. Therefore, it is vital to study in detail the different types of property loans available as well as their credit terms.
Since 1979 inflation-indexed loans have been dominant in the Icelandic financial market and have basically been the only type of property loans available. However, this has recently changed and today, financial instituti- ons offer their customers both nominal and inflation-indexed mortgage loans with the options of fixed or adjustable rates and annuity or installment loans. Through the years the indexation of property loans has been criticized and occasionally there have been voiced proposals in Icelandic legislative assembly Althingi, to abolish the inflation-indexation laws (Alþingi, 2012). It is there- fore important to realize the difference between inflation-indexed mortgage loans and nominal mortgage loans and to examine the different risk factors involved in each method. This thesis contributes to this important discussion.
In the thesis, numerical methods are used to solve life-cycle models of different types of mortgage loans. This study was carried out using numerical methods and alternative assumptions about different types of property loans. The life-cycle model was adjusted to the Icelandic real estate market to the extent possible.
The main conclusions are that low-income families benefit the most from having access to inflation-indexed mortgage loans. By having access to inflation-indexed property loans these families have the opportunity to invest and settle down in a home of a suitable size earlier than would otherwise be possible if they did not have access to inflation-indexed property loans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Verdtrygging_husnaedislana.pdf | 1,01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |