Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1128
Á undanförnum áratugum hefur sífellt meira farið fyrir umræðu um velferð fjölskyldna og fólk er að átta sig á því að fjölskyldan er mikilvægur hluti í íslensku samfélagi. Það sem minnst hefur borið á í þessari umræðu eru málefni fjölskyldna utan Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Á Íslandi eru nánast engar samanburðarkannanir á lífskjörum og lífsgæðum fjölskyldna til nema að það eigi við Reykjavík eða höfuðborgarsvæðið í samanburði við landsbyggðina. Slíkar kannanir gefa oft á tíðum ekki raunhæfa mynd af lífsgæðum og lífskjörum vegna þess að á landsbyggðinni eru misstór búsetusvæði. Smærri byggðarlög draga oft úr betri áhrifum stærri byggðarlaga.
Í þessari rannsókn var sjónum beint að fjögurra manna fjölskyldum á Akureyri og í Reykjavík. Gerð er samanburðarrannsókn á lífskjörum og lífsgæðum fjölskyldna á búsetusvæðunum tveimur.
Við greiningu gagna var beitt samanburðaraðferð. Gögnin voru skoðuð og borin saman meðan á rannsókninni stóð.
Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hvort munur er á efnahagslegum lífskjörum og lífsgæðum fjögurra manna fjölskyldna á Akureyri og í Reykjavík.
Rannsóknarspurning verkefnisins er:
Er munur á efnahagslegri stöðu fjölskyldna á Akureyri og í Reykjavík.
Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar sem leiða verkefnið:
Hverjar eru helstu forsendur fjárhagslegrar afkomu fjögurra manna fjölskyldu?
Eru ráðstöfunartekjur hærri í Reykjavík en á Akureyri?
Hvort sveitarfélagið er eftirsóknarverðara í efnahagslegu tilliti?
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:
Ráðstöfunartekjur fjölskyldna í Reykjavík eru nokkuð hærri en á Akureyri.
Forsendur fjárhagslegrar afkomu fjögurra manna fjölskyldna er að lágmarki um 280.000 krónur á mánuði í ráðstöfunartekjur. Er þá aðeins miðað við þann lágmarksframfærslukostnað sem ætlað er til að fjölskyldan geti framfleytt sér. Slíkar aðstæður liggja hvað næst mörkum þess að hafa ekki nóg vegna skorts og fátæktar.
Í efnahagslegur tilliti þá er Reykjavík eftirsóknarverðari til búsetu.
Að lokum má segja að atvinnuuppbyggingu á Akureyri þarf að halda áfram að styrkja vegna samkeppnisstöðu við Reykjavík. Það er grundvallaratriði fyrir Akureyri að þar sé arðsöm atvinnuuppbygging og að hún taki mið af líklegri atvinnuþróun í framtíðinni, svo hægt sé að taki við því vinnuafli sem kemur á vinnumarkað á næstu árum.
Lykilorð:
Fjölskyldur,
Framfærslukostnaður,
Fjárhagsstaða,
Lífsgæði/Lífskjör,
Samanburður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
efnahagsleg.pdf | 740.12 kB | Takmarkaður | Efnahagsleg staða fjölskyldna á Akureyri og í Reykjavík - heild | ||
efnahagsleg_e.pdf | 147.7 kB | Opinn | Efnahagsleg staða fjölskyldna á Akureyri og í Reykjavík - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
efnahagsleg_h.pdf | 124.94 kB | Opinn | Efnahagsleg staða fjölskyldna á Akureyri og í Reykjavík - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
efnahagsleg_u.pdf | 179.39 kB | Opinn | Efnahagsleg staða fjölskyldna á Akureyri og í Reykjavík - útdráttur | Skoða/Opna |