is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11280

Titill: 
  • Hvað er að frétta af þróunarmálum? Umfjöllun fjölmiðla um þróunarmál fyrir og eftir bankahrunið 2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar og ritgerðar er umfjöllun fjölmiðla um þróunarmál á Íslandi fyrir og eftir bankahrunið árið 2008.
    Í fyrri hluta ritgerðar er fjallað um hlutverk fjölmiðla, ábyrgð þeirra, áhrif og dagskrárvald. Velt er vöngum yfir því á hverju almenningur hefur áhuga og hvað sé mest lesið í fjölmiðlum nú til dags. Margt bendir til þess að upplýsandi umfjöllun og fréttaflutningur um erlend málefni séu að víkja fyrir léttmetinu og hafa aðilar sem vinna að þróunarmálum meðal annars brugðist við með því að fá frægt fólk til liðs við sig. Vitnað er í innlendar og erlendar rannsóknir er tengjast efni ritgerðarinnar.
    Í seinni hluta ritgerðar er rannsókn höfundar sem var tvíþætt: Annars vegar var gerð megindleg rannsókn þar sem farið var yfir greinar af þróunarmálum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu og borin saman árin 2007 og 2010. Hins vegar var gerð eigindleg rannsókn þar sem sendar voru spurningar á talsmenn helstu stofnana og samtaka er vinna að þróunarmálum á Íslandi.
    Markmiðið með rannsókninni var að komast að því hvort umfjöllun um þróunarmál hafi minnkað eftir hrun og hvort erfiðara sé orðið að fá efni um þróunarmál birt í fjölmiðlum landsins. Niðurstöður leiddu í ljós að mjög dró úr umfjöllun um þróunarmál í blöðunum tveimur á milli áranna og einnig kom fram í svörum frá talsmönnum samtaka og stofnana að þeir skynji minnkandi áhuga á málefnum þróunarmála hjá fjölmiðlum landsins.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
drd_ritgerd_loka.pdf546.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna