is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11281

Titill: 
 • Horfin í fjöldann: Fréttaflutningur af ólögmætum flutningi fólks frá Asíu til Bandaríkjanna í gegnum Ísland árið 2003.
 • Titill er á ensku Lost in the Crowd: News coverage of human trafficking from Asia to the United States, via Iceland, in 2003.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð, sem er fræðilegi hluti lokaverkefnis í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, er fjallað um fréttaflutning af fólki, sem árið 2003 var reynt að flytja ólöglega milli heimsálfa, með viðkomu á Íslandi.
  Sagt er frá hlutverki fjölmiðla í nútímasamfélagi, hvernig mál ná athygli almennings og hvernig samfélagið mótast út frá því. Rætt er um dagskráráhrif fjölmiðla og nauðsyn þess að fréttamiðlar gegni hlutverki sínu sem varðhundar samfélagsins.
  Þá er fjallað um nútímaþrælahald, mansal, samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna, og aðild Íslands að alþjóðlegum samningum um aðgerðir til að stemma stigu við vandamálinu. Næst er rakin rannsókn á fréttum stærstu dagblaðanna í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi um mansal.
  Í framhaldi er tekinn saman og greindur íslenskur fréttaflutningur tveggja íslenskra dagblaða, Fréttablaðsins og Morgunblaðsins, af því þegar sextán Kínverjar komu með fölsk og röng vegabréf til Íslands árið 2003 og voru fangelsaðir, dæmdir fyrir skjalafals og sendir til síns heima. Niðurstaðan er sú að fréttaflutningurinn hafi verið ófullnægjandi og gagnrýnislaus. Hvergi er spurt hvort endurmeta þurfi viðbrögð yfirvalda, fréttamenn setja sig lítið inn í málin og missa áhugann áður en málin eru til lykta leidd og mjög skortir á að mismunandi sjónarmið fái að koma fram.

Athugasemdir: 
 • Geisladiskur fylgir prentuðu eintaki í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
 • 3.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IRB_MA_VOR12.pdf4.61 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna