en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11282

Title: 
  • Title is in Icelandic Markaður með leiguhúsnæði: Þættir sem varða framboð og eftirspurn og áhrif opinberra afskipta
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þegar kemur að því að velja búsetuform er kaup á eigin húsnæði eftirsóttasti valkosturinn hérlendis. Í mörgum löndum er þó til staðar sterkur markaður með leiguhúsnæði sem gerir þátttöku á leigumarkaði að raunhæfum valkosti þegar búsetuform til lengri tíma er ákvarðað. Þessari ritgerð er ætlað að fjalla um þennan markað út frá fræðilegu og raunverulegu sjónarhorni. Eftir að hafa gert grein fyrir markaðsformi leiguíbúð verða leidd út tvö líkön. Fyrra líkanið gerir ráð fyrir að verðmyndun sé frjáls og því er einblínt á þá þætti sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn. Seinna líkaninu er hins vegar ætlað að gera grein fyrir þeim áhrifum sem það hefur þegar yfirvöld leyfa leigugreiðslum ekki að þróast í takt við almennt verðlag. Skoðaðir verða leigumarkaðir í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum, þar sem verðmyndun er að miklu leyti takmörkunum háð, og sýnt fram á hvaða áhrif opinber afskipti af verðmyndun hefur á þróun viðkomandi markaða. Þá verður sögu og núverandi ástandi leigumarkaðarins hérlendis gerð skil og að endingu sýnt fram á að útfrá forsendum líkananna er hægt að ná fram Pareto kjörstöðu á markaði miðað við núverandi ástand.

Accepted: 
  • May 3, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11282


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Markaður með leiguhúsnæði.pdf1.24 MBOpenHeildartextiPDFView/Open