is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11284

Titill: 
  • Greiðslufallslíkön. Mat á samræmi i niðurstöðum líkana
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á undanförnum misserum hefur mikil umræða skapast um greiðsluerfiðleika fyrirtækja bæði hér á landi og erlendis. Erfiðu efnahagsástandi er kennt um og athyglinni oftar en ekki beint að mikilli skuldsetningu fyrirtækja og hvernig megi ná að draga úr henni. Greiðsluerfiðleikar eru hins vegar ekki nýir af nálinni og í gegnum tíðina hafa fyrirtæki ekki getað staðið við skuldbindingar sínar á gjalddaga og því lent í greiðslufalli.

    Skoðuð eru nokkur greiðslufallslíkön sem sett hafa verið fram í þeim tilgangi að greina milli fyrirtækja sem eru líkleg til að lenda í greiðslufalli og þeirra sem ekki eru talin eiga slíkt á hættu. Líkönin byggja öll á notkun kennitalna við mat á líkum á greiðslufalli. Markmiðið með rannsókninni er að kanna hvort samræmi sé í niðurstöðum líkananna og ef ekki hvaða þættir ráði mestu um frávik í niðurstöðum. Rannsóknin byggir á megindlegum rannsóknaraðferðum og er um svokallaða skrifborðsrannsókn að ræða. Sex greiðslufallslíkön eru tekin fyrir í rannsókninni og er Altman Z-skor líkanið þeirra þekktast. Greindar eru niðurstöður úr líkönunum fyrir fjögur fyrirtæki yfir tíu ára tímabil og samræmi þeirra metið.

    Niðurstaðan úr rannsókninni er að greinilegt samræmi er í niðurstöðum líkananna þrátt fyrir að þau skili ekki alltaf sömu niðurstöðu. Nokkur munur var á samræmi líkananna milli fyrirtækja og einnig milli ára. Þess ber þó að geta að hér voru eingöngu mjög fá fyrirtæki tekin til skoðunar og því gæti greining á stærra úrtaki leitt aðra niðurstöðu í ljós. Líkönin eiga því að geta gagnast notandanum sem ein af þeim greiningaaðferðum sem hann notar til að leggja mat á líkur á að fyrirtæki lendi í greiðslufalli en eru ekki fullnægjandi ein og sér við slíkt mat. Mikilvægt er að notandi líkananna þekki á hvaða forsendum þau byggja þannig að hann geti lagt mat á hvaða stærðir hafa áhrif á niðurstöðu þeirra hverju sinni. Ekki er hægt að horfa gagnrýnilaust á niðurstöðuna og taka ákvörðun út frá henni heldur þarf samhliða að leggja mat á hvað í rekstri fyrirtækisins veldur niðurstöðunni.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ANB_MS ritgerd.pdf1.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna