is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11285

Titill: 
  • Vörumerkjasamband íslenskra fyrirtækja og íþróttafélaga. Samstarf olíufélaga við íþróttafélög
  • Titill er á ensku Brand alliance between Icelandic companies and sports organizations
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni verður fjallað um vörumerkjasamband íslenskra fyrirtækja og íþróttafélaga. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða samstarf íslenskra olíufélaga við íþróttafélög. Í verkefninu er skoðað vörumerkjasamband þeirra og hvort að samstarfið sé að auka virði vörumerkja olíufélaga. Farið verður yfir hvernig á að byggja upp sterkt vörumerki og hvernig það eykur traust viðskiptavina. Einnig er skoðað hvar raunveruleg vörumerkjahollusta liggur og hvort það séu tengsl milli viðskiptavina fyrirtækisins og íþróttafélagsins. Vörumerkjasamband fyrirtækja og íþróttafélaga er vaxandi fyrirbæri á Íslandi og íslensk olíufélög hafa lagt mikla áherslu á að styrkja og efla íslenskt íþróttastarf.
    Í þessu verkefni verður stuðst við samstarf Skeljungs hf. undir alþjóðlega vörumerkinu Shell og Knattspyrnufélags Reykjavíkur. Samstarf þessara félaga hefur verið eitt það lengsta sem þekkist hér á Íslandi. Skeljungur var fyrst olíufélaganna til að hanna árangurstengt styrktarkerfi með íþróttafélögum og því ákveðinn frumkvöðull á því sviði. Einnig verður nefnt til sögunnar samstarf Skeljungs við önnur íþróttafélög og hvernig það hefur þróast í gegnum árin samanborið við samstarfið við Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Meginmarkmið verkefnisins er að athuga viðhorf neytenda gagnvart samstarfi íslenskra olíufélaga og íþróttafélaga og hvort að neytendur telji það vera raunhæft. Í rannsókninni var notast við eftirfarandi spurningu : Hversu raunhæft er samstarf íslenskra olíufélaga við íþróttafélög í huga neytenda?

    Gerð verður grein fyrir stöðu Skeljungs við Knattspyrnufélag Reykjavíkur sem á að endurspegla fræðilega efni verkefnisins. Niðurstaðan verður byggð á því hvort samstarfið sé að auka virði vörumerkis olíufélagsins, hvort að það séu tengsl á milli félaganna í gegnum vörumerkjahollustu viðskiptavina og hversu raunhæft samstarfið er í huga þeirra.

Samþykkt: 
  • 3.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11285


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð í viðskiptafræði - Vörumerkjasamband íslenskra fyrirtækja og íþróttafélaga FINAL.pdf987.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna